Tom Wishon Technology

Tom Wishon Golf Technology - sérsmíðaðar kylfur í allra hæsta gæðaflokki
Tom Wishon hefur sérsmíðað kylfur handa Ben Crenshaw, Bruce Lietzke, Scott Verplank, Payne Stewart og kylfur frá honum hafa verið notaðar hjá sigurvegurum á PGA Mótaröðinni, Champions(öldunga) Mótaröðinni og í Ryder Cup. Ef þær eru nógu góðar handa þessum kylfingum, þá ættu þær augljóslega nógu góðar handa öllum.

Tom Wishon hefur hannað golfkylfur í meira en 30 ár og á yfir 50 hannanir sem hann var fyrstur með á markaðinn, t.d. fyrsti títaníum driverinn gerður af amerísku fyrirtæki, fyrsti driver hausinn til að nota grafít og málm í hausinn, fyrstur til að ná COR("trampolín áhrif") hámarki í járnum og brautartrjám, fyrstur til að koma með "stillanlegt" hosel fyrir mismunandi legu og stefnu á höggfleti, fyrstur til að gera driver yfir 350cc, fyrsturTom Wishon bækur til að gera minni og fleiri rákir á fleigjárnum fyrir aukinn spuna, fyrstur til að nota "cup face" í trjám, fyrstur til að hanna tré með þyngd í hælnum til að minnka slæs, o.m.fl.

Hann hefur skrifað 9 bækur um golfkylfur og sérsmíði, sem hafa unnið til ótal verðlauna og eru notaðar í kennsluefni í PGA skólum um allan heim. Þessar stofnanir vita að það veit enginn meira um golfkylfur en Tom Wishon. Hann hefur haldið fyrirlestra fyrir og unnið með Trackman. Hannað yfir 200 mismunandi kylfuhausa sem hafa selst í 10 milljón eintökum.

Á þeim 30 árum sem hann hefur verið í bransanum, þá veit hann að það að það sem skiptir lang mestu máli er að kylfur séu smíðaðar til að henta hverjum og einum og því hefur hann afboðað atvinnutilboð frá stórum fyrirtækjum. Wishon selur einungis kylfur til kylfusmiða.

Tom Wishon hefur unnið sem ráðgjafi fyrir 2 stærstu og virtustu golfverksmiðjur heims – verksmiðjur sem framleiða hausa handa sumum stórum fyrirtækjum og handa Wishon Golf. Það sýnir vel reynsluna og þekkinguna sem Tom Wishon hefur þegar stærstu verksmiðjur heims leita ráða hjá honum. Hann hefur séð til þess að verksmiðjurnar sem framleiða fyrir sig eru þær bestu í heimi og búið til staðla í mælingum fyrir golfkylfur.


Smellty HÉR til að lesa 12 Myths That Could Wreck Your Golf Game eftir Tom Wishon


Smelltu HÉR til að sjá vörulínu Tom Wishon