Titleist T200 járn

  • 2023 gjörbreyttir hausar að innan fyrir betri tilfinningu, hljóð og stöðugri boltahraða.
  • Nú D18 tungsten  til að lækka massamiðju og hækka hverfitregðu (e. MOI). Hærra flug, minni spuna og meiri fyrirgefning.
  • T200 járnin nota “Max Impact” tækni aftan á höggflötinn, sem tryggir hámarks boltahraða og högglengd, án þess að fórna nákvæmni eða tilfinningu.
  • Fjölliðu efni þróað í samvinnu af bolta- og kylfudeild Titleist notað aftan á höggflötinn fyrir betri tilfinningu/hljóð.
  • Pressað (e. forged) stál notað í ofurþunnan L-laga höggflöt tryggir meiri boltahraða og tilfinningu í öllum höggum, sérstaklega þeim sem eru slegin neðarlega/þunn.
  • T200 járnin henta betri kylfingum sem vilja fallegar kylfur með góðri tilfinningu/hjóði, en jafnframt notfæra allra nýjustu tækni til að auka högglengd og fyrirgefningu.
  • Fáanleg rétthentis og örvhentis í #2, #3, #4, #5, #6, #7,#8, #9, #P og #W. Einnig til sem “utility” build með hybrid sköftum í #2, #3 og #4.
  • 33.900kr stykkið með stálskafti.