-
- Grip, skaft og haus allt hannað fyrir hámarks frammistöðu.
- Léttari grip og sköft auka tilfinningu fyrir kylfuhausnum.
- Ping Dyla-wedge Lite gripin er 3/4″ lengra og mjókka minna neðar en hefðbundin grip. Það er því þægilegra að halda neðar um gripið í þeim höggum sem þess þarf.
- Ping Z-Z115 er framleitt af Nippon og hefur lægri jafnvægispunkt til að lækka boltaflug og auka tilfinningu fyrir kylfuhaus.
- Hydropearl Chrome 2.0 áferð hrindir frá raka og tryggir stöðugri spuna.
- Stærra og mýkra elastómerstykki veldur enn mýkri tilfinningu, hækkar massamiðju (e. CG) sem eykur spuna. Einnig hækkar hverfitregða (e. MOI) sem eykur fyrirgefningu.
- Þyngd kylfuhauss er fínstillt nákvæmt með misþungum elastómerstykkjum.
- Rákir á 54°, 56°, 58° & 60° eru fræstar í 28° hliðarvegg og .004″ radíus sem eykur spuna í styttri höggum slegin umhverfis flatir. Einnig hafa þær auka 1/2 rák neðst á höggfleti til að auka spuna í þessum höggum.
- Rákir á 46°, 50° & 52° eru fræstar í 20° hliðarvegg og .005″ radíus fyrir betri virkni í fullum höggum.
- Mikið úrval af fláa í boði og val um Eye2, SS, WS eða TS “grind”.
- Eye2 er í útliti eins og goðsagnakenndu Eye2 fleygjárnin. Há tá og þunnur hæll henta frábærlega í högg slegin úr glompum og umhverfis flatir.
- SS (standard sole grind) hefur miðlungs “bounce” sem minnkar í hælnum og hentar breiðum hóp kylfinga og úr fjölda af mismunandi legum.
-
WS (wide sole grind) hefur þykkan og rúnaðan sóla. Hentar þeim sem slá bratt á boltann og úr mjúkum blautum legum. Fyrirgefur þung högg meira en önnur Glide 3.0 fleygjárn.
- TS (thin sole grind) hefur þynnsta sólann og lítið “bounce” og mikið “heel relief”. Hentar betri kylfingum sem vilja opna kylfuhausinn og slá fjölbreytt högg.
- Eye2 grind fáanlegt 54°, 56°, 58° og 60°.
SS grind fáanlegt í 46°, 50°, 52°, 54°, 56°, 58° og 60°.
WS grind fáanlegt í 54°, 56°, 58° og 60°.
TS grind fáanlegt í 58° og 60°. - UPPSELD.