Golfhermar

Sérfræðiráðgjöf um golfherma

Golfkylfur.is selur og veitir sérfræðiráðgjöf um golfherma. Allt frá Foresight Sports, SkyTrak og E6 TruGolf fæst allt hjá okkur.

Einnig erum við með mottur frá RealFeel og hefur Country Club Elite mottan verið mjög vinsæl í golfherma. Frábær motta sem líkir eftir raunverulegu grasi.

Hágæða mottur

Hefðbundnar mottur eru harðar og eiga til að veita öðrvísi boltaflug en fæst af grasi, auk þess sem þær fyrirgefa „feit“ högg þegar slegið er í jörðina fyrst. Vegna þess hve harðar hefðbudnar mottur eru, þá skoppar kylfan í boltann og úr verður ágætis högg. Hinsvegar ef þessi högg eru slegin af grasi þá verða þau stutt og léleg og það sama gildir ef þau eru slegin af Country Club Elite mottunni. Einnig verður spuni og boltaflug í fullum höggum mun raunverulegra af Country Club Elite.

Country Club Elite mottan

Vegna þess hve mjúk Country Club Elite mottan er, þá eru mun betri fyrir liðina að slá af henni og það er líka hægt að stinga tíum ofan í hana. Smelltu HÉR til að lesa nánar um Realfeel golfmotturnar.

Hágæða tjöld

Við erum líka með hágæða tjöld til að varpa mynd á og slá í. Þau dempa högg mikið til að boltinn endurkastist sem minnst til baka. Efnið fínt -fyrir sem bestu og björtustu myndgæði og endist mjög vel. Tjöldin eru sérsaumuð í stærðir eftir pöntun.

Viðskiptavinir

Við höfum selt til fjölda einstaklinga og golfklúbba, þ.á.m. Golflúbbsins Keilis, Golfklúbbs Vestmannaeyja, Golflúbbs Ísafjarðar, Golfklúbbs Suðurnesja, Golflúbbs Selfoss, Golfklúbbs Mosfellsbæjar,  o.fl.

Endilega hafðu samband með tölvupósti fyrir nánari upplýsingar.