Verkstæði og mælingar

Viðgerðir

Golfkylfur.is býður upp á flestar viðgerðir á golfkylfum. Skipta um sköft, styttingar/lengingar, mikið úrval af gripum, NÁKVÆMA beygja á legu og fláa(suma hausa er ekki hægt að beygja, hafið samband hvort hægt sé að beygja þína), breyta swingvigt/MOI osfrv. Við notum bestu fáanleg tæki í allt sem við gerum.

Grip og sköft

Við erum með mikið úrval af sköftum og gripum. M.a. grip frá Lamkin, JumboMax, tacki-mac, Golf Pride, Winn, Grip One, SuperStroke o.fl. Þar af eru líka fjölmörg púttgrip í öllum stærðum og gerðum. Við getum sérpantað flest öll sköft og höfum líka fjölda af sköftum á lager.

Flái/lega

MR3 Golf Designs® hefur framleitt fláa/legu beygingarbekki frá 1996 og True Blue bekkurinn frá þeim er notaður í PGA Nationwide „vaninum“ í dag. Hann er líka notaður hjá fyrirtækjum eins og TaylorMade, Callaway, Ping og víðar til að stilla leguna handa bestu kylfingum heims. True Blue er fræstur í CNC vél og svo handsmíðaður. True Blue er ótrúlega nákvæmt og þægilegt tæki til að mæla og breyta fláa(loft) og legu(lie). Golfkylfur.is notar True Blue bekkinn í slíkar mælingar og beygingar.

GCQuad

Golfkylfur.is notar GCQuad höggnemann frá ForeSight Sports, sem er sá allra fullkomnasti í dag. Hann notast við háhraða myndavélar sem mæla á beinan hátt allt varðandi kylfuhausinn og golfkúluna. Þessar mælingar eru mun nákvæmari en t.d. það sem radar mælitæki(e.g. TrackMan) reyna að giska á út frá öðrum upplýsingum.

Shaft Profiling System

Við notum hugbúnað með mælingum á mörg þúsund sköftum. Þetta eru nákvæmar upplýsingar um stífleika upp og niður öll sköftin, um þyngd og jafnvægispunkt. Með þessum upplýsingum getum við borið saman fjölda af sköftum og séð hver raunverulegur stífleiki þeirra er þá hvernig sveiflu og kylfuhraða þau henta. Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar, því að það er enginn staðall fyrir stífleika á sköftum. X-Stiff frá  einum framleiðenda getur verið Regular frá öðrum. Með forritinu er t.d. líka hægt að finna sköft á góðu verði sem geta verið eins og fokdýr „merkjasköft“.

Fleiri Tæki

Til að tryggja að grafít sköft skemmist ekkert þegar skipt er um þau notum við JB’s Pro Hydraulic Shaft Extractor til að toga sköftin BEINT (sköftin skemmast ef þau eru snúin út). Með öðrum græjum þarf gjarnan meiri hita til að ná sköftunum úr og eru því meiri líkur á að þau geta skemmst.  Með JB tjakknum eru sköftin varla orðin volg þegar hann nær að toga þau beint út.
Við erum einnig með Auditor Frequency mælir til að mæla stífleika á sköftum, Auditor MOI mæli og margt fleira.

Menntun og starfsreynsla:

2008 – Námskeið í golfkylfusmíði og viðgerðum ásamt námskeið í fitting hjá Golfsmith
2008 – Meðlimur í GCA (Golf Clubfitters Association Europe)
2010 – Certified Tom Wishon Fitter
2010 – Certified MOI Fitting Center
2011 – Certified TrueLengthTechnology Fitter
2014 – Certified Hank Haney Professional Level 1 golfkennari
2014 – AimPoint Express Level 2 námskeið
2015 – Certified KBS Fitter
2015 – Certified FlightScope Professional
2015 – Certified Kelvin Miyahira golfkennari
2016 – Certified PuttingZone púttkennari frá Geoff Mangum.
2016 – 3 daga DNS(Dynamic Neuromuscular Stabilization) – Greining og meðhöndlun á meiðslum kylfinga og rétt beiting á líkama, séð út frá lífeðlisfræði og hreyfingum á þroskastigum barna.
2016 – Certified KBS Fitting Center
2016 – Titleist Club Fitting Professional (framhaldsnámskeið ávalt tekin þegar nýjar kylfur eru kynntar)
2016 – Titleist Golf Ball Certification (framhaldsnámskeið ávalt tekin þegar nýir boltar eru kynntir)
2017 – Silfurmerki frá Golfklúbbnum Keili
2017 – Var gestgafi fyrir Geoff Mangum vegna námskeiðs fyrir PGA á Íslandi og sat aftur PuttingZone námskeið
2017 – True Temper True Certified
2017 – Amalgam Golf,  2 daga námskeið um þjálfun kylfinga, meiðslaforfarnir o.fl. Var gestgafi fyrir kennarana Sue Lee og Max Prokopy
2018 – Útskrifaður með láði sem ÍAK einkaþjálfari
2018 – Swing Catalyst Level 1. Námskeið um notkun á kraftplötum(“force plates“) fyrir kylfinga
2018 – Nemandi í PGA skóla Íslands
2018 – „Hvernig á að auka kylfuhraða með því að nota jörðina“ námskeið með Steve Gould. Einnig gestgafi fyrir Steve Gould
2019 – „Understanding Leg Dominance in order to Optimize Ground Reaction Forces and Pressure Shifts in the Golf Swing“ námskeið með Dr. Scott Lynn
2020 – Putting Level 1 IPC vottorð Jason Murray.
2020 – Vottaður Mach3 hraðaþjálfari fyrir kylfinga.