Verkstæði og mælingar

Viðgerðir

Golfkylfur.is býður upp á flestar viðgerðir á golfkylfum. Skipta um sköft, styttingar/lengingar, mikið úrval af gripum, shaft skinz, NÁKVÆMA beygja á legu og fláa(suma hausa er ekki hægt að beygja, hafið samband hvort hægt sé að beygja þína), breyta swingvigt/MOI osfrv. Við notum bestu fáanleg tæki í allt sem við gerum. Smelltu HÉR fyrir verðlista á viðgerðum.

Grip og sköft

Við erum með mikið úrval af sköftum og gripum. M.a. grip  frá Lamkin, tacki-mac, Golf Pride, Winn, Grip One, SuperStroke o.fl. Þar af eru líka fjölmörg púttgrip í öllum stærðum og gerðum. Við getum sérpantað flest öll sköft og höfum líka fjölda af sköftum á lager. Öll sköft frá Arthur Xtreme eigum við á lager. Smelltu HÉR fyrir verðlista á vinsælustu gripunum.

Flái/lega

MR3 Golf Designs® hefur framleitt fláa/legu beygingarbekki frá 1996 og True Blue bekkurinn frá þeim er notaður í PGA Nationwide „vaninum“ í dag. Hann er líka notaður hjá fyrirtækjum eins og TaylorMade, Callaway, Ping og víðar til að stilla leguna handa bestu kylfingum heims. True Blue er fræstur í CNC vél og svo handsmíðaður. True Blue er ótrúlega nákvæmt og þægilegt tæki til að mæla og breyta fláa(loft) og legu(lie). Golfkylfur.is notar True Blue bekkinn í slíkar mælingar og beygingar.

FlightScope X2

Golfkylfur.is notar FlightScope X2 „launch monitor“, sem er sá fullkomnasti í dag. Hann notar radar til að mæla alls 24 atriði um kylfuhausinn, sveifluna og boltaflugið. Mörg tæki nota myndavélar og reikniformúlur, en radarinn sér boltann og spuna hans frá því hann er kyrr þar til hann lendir. Með því að slá utandyra nýtum við radartæknina til hins ýtrasta og tryggjum hámarks nákvæmni í mælingunum og með upplýsingum er hægt finna út með hvernig kylfu kylfingurinn slær sem allra lengst og beinast.

Shaft Profiling System

Við notum hugbúnað með mælingum á mörg þúsund sköftum. Þetta eru nákvæmar upplýsingar um stífleika upp og niður öll sköftin, um þyngd og jafnvægispunkt. Með þessum upplýsingum getum við borið saman fjölda af sköftum og séð hver raunverulegur stífleiki þeirra er þá hvernig sveiflu og kylfuhraða þau henta. Þetta eru nauðsynlegar upplýsingar, því að það er enginn staðall fyrir stífleika á sköftum. X-Stiff frá  einum framleiðenda getur verið Regular frá öðrum. Með forritinu er t.d. líka hægt að finna sköft á góðu verði sem geta verið eins og fokdýr „merkjasköft“.

Fleiri Tæki

Til að tryggja að grafít sköft skemmist ekkert þegar skipt er um þau notum við JB’s Pro Hydraulic Shaft Extractor til að toga sköftin BEINT (sköftin skemmast ef þau eru snúin út). Með öðrum græjum þarf gjarnan meiri hita til að ná sköftunum úr og eru því meiri líkur á að þau geta skemmst.  Með JB tjakknum eru sköftin varla orðin volg þegar hann nær að toga þau beint út.
Við erum einnig með Auditor Frequency mælir til að mæla stífleika á sköftum, Auditor MOI mæli og margt fleira.

Menntun

Birgir Vestmar Björnsson hjá Golfkylfur.is er lærður í kylfusmíði og kylfuviðgerðum frá Golfsmith í Evrópu. Einnig hefur hann verið virkur meðlimur af GCA, vottaður TrueLengthTechnology fitter, vottaður sem Tom Wishon kylfusmiður og fitter og sem MOI fitting center og hefur lokið Hank Haney Level 1 golfkennslunámi og er FlightScope Certified Professional.