Impact Snap

Flokkar: ,

Bættu höggstöðuna þína og þú munt bæta golfið þitt.

Lykillinn af því að slá góð golfhögg er að hafa góða höggstöðu. Algengt er að golfarar “flippi”/moki eða rúlli höndunum í gegnum höggstöðu og mynda „chicken-wing“ í framsveiflunni. Þeir slá því stutt með littlum stöðugleika. Með Impact Snap er hægt að æfa réttar hreyfingar í rauntíma – hvort sem það er á golfvelli eða heima í stofunni fyrir framan sjónvarp.

Impact Snap hjálpar þér að koma úlnliðum, framhandleggjum og líkama í höggstöðu eins og þeir allra bestu eru í þegar þeir slá golfboltann. Impact Snap kennir þér líka að halda úlnliðabroti(„lag”) til þess að mynda kraft. Impact Snap er hannað með ferköntuðu grip til að aðstoða kylfingum að ná réttu gripi.

Sjálfur Ben Hogan sagði að það væri nauðsynlegt að nota úlnliði og handleggi rétt til þess að verða góður í golfi. Þúsund orð geta hins vegar oft ekki fengið kylfinga til að komast í góða höggstöðu og það getur því sparað mikinn tíma og fyrirhöfn að nota Impact Snap.

Impact Snap var valið besta æfingartækið af Golf Digest árin 2016 og 2017. Golfkennarinn Kelvin Miyahira hannaði Impact Snap, en í dag hefur Marty Nowicki, 4 sinnum PGA kennari ársins, keypt eignarréttinn.

19.900kr. fyrir Impact Snap
8.900kr. fyrir kylfuhaus
24.900kr. ef bæði keypt í einu

Meðmæli:

„Þetta er eitt af mínum uppáhalds æfingartækjum.“
-Hank Haney

„Impact Snap er eitt besta æfingartækið sem hefur komið fram í langan tíma til að hjálpa þér að mynda kraftmikla höggstöðu og hjálpa golfinu þínu!“
-Bobby Clampett

„Ég mæli ekki með neinu nema það virki vel og það sé verðmætt fyrir nemendurna mína.. Ég elska þetta tæki því það stuðlar að eðlilegu „release“ á höndum og kylfu.“
– Shawn Clement, CPGA

„Impact Snap er eina æfingartækið sem virkilega þjálfar úlnliðina til að gera réttar hreyfingar. Það sparar mig þúsundir orða og nemendur mína mikinn tíma. Ég nota það til að kenna vipp, styttri högg og fulla sveiflu.“
– Marty Nowicki, PGA

 „Hugmyndin er frábær. Ég elska gripið. Snilldar æfingartæki!“
-Dan Whittacker, Golfkennari

 „Þetta tæki kemur fólki í þá höggsötðu sem ég hef verið að kenna mínum nemendum.. en Impact Snap gerir það á skilvirkari hátt“.
-Scott Seifferlein, PGA

„Ég gæti notað Impact Snap í hverri einustu kennslustund og nemandinn myndi bæta sig.“
-John Hobbins,  2015 Met kennari ársins.

„Tækið virkar. Ég hef kennt golf í 50 ár og þetta æfingartæki er í sérflokki.“
-Charlie Cowan, PGA, Íþróttastjóri hjá Deer Creek Golf & CC

„Ég hef fengið viðbrögð hjá nemendum sem ég hef ráðlagt að kaupa Impact Snap. Hver einasti nemandi sem hefur notað tækið hefur bætt sláttinn sinn verulega – einfaldlega vegna þess að þeir ná betri höggstöðu. Ég hef mikla trú á Impact Snap, því það gefur bæði tilfinningu og hljóð sem stuðlar af réttum hreyfingum, sem stóreinfaldar fyrir mig að kenna mínum nemendum.“
-A.J. Avoli, Íþróttastjóri, Omni La Costa