Ping G430 MAX 10K Driver

Description

  • 10K  er yfir 10.000 í heildar hverfitregðu (e.MOI), sem er það hæsta í sögu Ping.
  • Örlítið meira fyrirgefandi haus og minni bakspuni en G430 MAX.
  • Stærsti driverhaus að flatarmáli frá Ping frá upphafi.
  • 28gr. föst þyngd. Ekki færanleg þyngd eins og á öðrum G430 týpum.
  • Carbonfly Wrap™ . Toppur og hliðar kylfuhauss nú úr koltrefjum sem lækkar massmiðju (e. CG) og eykur hverfitregðu (e. MOI) fyrir enn meiri boltahraða og fyrirgefningu.
  • Mest fyrirgefandi driver í sögu Ping. Endurhannaður höggflötur er enn þynnri í jaðrinum fyrir mesta boltahraða í sögu Ping.
  • Spinsistency™ – Lögun á höggfleti veitir stöðugri spuna í höggum sem slegin eru ofarlega eða neðarlega. Stöðugra og lengra boltaflug.
  • Breitt lögun á haus gefur betra hljóð og tilfinningu.
  • Höggflötur úr pressaðri (e. forged) T9S+ málmblöndu. Fræstur í nákvæmar þykktir fyrir hámarks botlahraða af öllum höggfletinum.
  • Straumlínulagaður haus með “turbulators” minnkar loftmótstöðu til að hámarka kylfuhraða.
  • Sillanlegur flái/stefna á höggfleti um ±1.5° og einnig hægt að fletja legu um 3°.
  • Ofurlétt stillihulsa.
  • Fáanlegur rétthentis og örvhentis í 9.0°, 10.5°, 12.0°.
  • Einnig fáanleg í HL útgáfu með léttari haus, sköftum og gripum. HL henta kylfingum með minni kylfuhraða sem vilja hærra og lengra boltaflug.
  • VERÐ 97.900kr.