Ping G440 járn

Description

    • Lægri massamiðja (e.CG) en áður veitir meiri boltahraða og hærra flug.
    • Þynnri og sterkari málmur í höggfleti sveigist meira fyrir aukinn bolthraða.
    • Nýtt PurFlex merki aftan á höggfleti er úr 7 einingum sem svigna með höggfletinum til að auka boltahraða, ásamt því að bæta hljóð og tilfinningu.
    • Hydropearl 2.0 áferð hrindir frá raka og tryggir stöðugri spuna.
    • Tungsten skrúfa í tá og í hæl hækka hverfitregðu (e. MOI).
    • Sóli og topplína hafa eins litla snertingu við höggflötinn og mögulegt er, til að hámarka stærð á svæði með “trampolín áhrifum”.
    • Fáanleg rétthentis og örvhentis í #4, #5, #6, #7,#8, #9, #PW, #45.5°, #50°, #54° og #58°.
    • Einnig fáanleg í HL útgáfu með léttari haus, sköftum og gripum. G440HL henta kylfingum með minni kylfuhraða sem vilja hærra og lengra boltaflug.
    • Fáanleg með Arccos skynjara í gripum 1.200kr. stk.