Lýsing
Ólíkt venjulegum golfkylfum, þá hefur Tour Striker æfingakylfan lítinn upphækkaðan höggflöt og engar rákir fyrir neðan „sæta blettinn“. Hönnunin kemur kylfingum í góða höggstöðu með hendur fyrir framan skaftið eins og bestu kylfingar heims slá golfboltann. Geri kylfingar það ekki með Tour Striker, þá verður höggið lélegt og því fá þeir því samstundis endurgjöf um slæma tækni. Reglulegar æfingar með Tour Striker bæta boltaslátt og koma í veg fyrir „flip/mok“, „kjúklingavæng“ og hjálpa við að minnka út-inn sveiflu og slæs.
Tour Striker er steyptur úr 433 ryðfríu stáli og er með True Temper Uniflex skafti.