Sérsmíði
Fyrir hverja eru sérsmíðaðar golfkylfur?
Það er því miður algengur misskilningur að halda að sérsmíðaðar golfkylfur út frá mælingu sé bara fyrir virkilega góða kylfinga. Raunin er sú að mælingar og sérsmíðaðar golfkylfur er fyrir ALLA kylfinga. Það má líka segja að því hærri sem forgjöfin þín er, því meira geta rettar kylfur hjálpað þér. Með sérsmíðuðum kylfum er hægt að minnka slæmu áhrifin af ýmsum sveiflugöllum sem flestir kylfingar hafa.
Með rétt smíðuðum kylfum er líka oft hægt að auðvelda nemendum að framkvæma það sem kennarinn þeirra vill að þeir geri. Sem dæmi eru margir sem sveifla „yfir“ boltann og slæsa. Þetta vandamál getur versnað með golfkylfum sem eru of léttar, langar eða ekki með nægjanlega lokuðum haus. Með því að lagfæra þau atriði getur verið auðveldara að sveifla „inn“ á boltann og losna við slæsið.
Kyn og aldur
Sama hver geta þín er, aldur eða kyn, þá þurfa öll atriði varðandi golfkylfurnar að vera rétt til að auðvelda þér að spila sem best. Sérsmíðaðar golfkylfur eru handa öllum þeim sem vilja spila golf af hámarksgetu.
Það má líkja kaupum á golfkylfum við því að fara með bíl í þvott. Þú getur farið með bíl á þvottaplan og skrúbbað mestu drulluna af bílnum með bursta. Þú getur líka sett sápu og vatn í fötu og þrifið drulluna af þannig. Svo er líka hægt að fara með bílinn í alþrif þar sem drullan er spúluð af, tjöruhreinsir settur á dekkin og felgurnar, hann þrifinn að innan, motturnar ryksugaðar og endað á því að bóna bílinn með flottu bóni. Þetta eru allt dæmi um bílaþrif sem taka mismunandi tíma og kosta mismunandi mikið.
Val á golfkylfum
Val á golfkylfum er nokkuð svipað þessu. Þú getur látið starfsmann í golfbúð spyrja þig nokkurra spurninga og svo slærðu 3 högg og þá er buið að finna út hvernig kylfa hentar þér best. Þú getur svarað spurningum á heimasíðu og út frá þeim fundið hvaða kylfur henta þér best. Svo geturðu líka farið til atvinnu kylfusmiðs sem mun eyða miklum tíma í að skoða öll þau atriði sem hafa áhrif á hvernig þú slærð og finna út hvað hentar fyrir þinn styrk, stærð, en aðalega þinni sveiflu. Þetta er eins og að fara með bílinn í alþrif og bón. Þetta er því í raun spurning hvernig „bílaþvott“ viltu greiða fyrir?
Algengustu mistök hjá áhugamönnum
Þegar Tiger Woods var spurður hvað honum þætti vera algengustu mistökin hjá þeim áhugamönnum sem hann hefur spilað með, þá sagði hann að það væru allt of fáir með sérsmíðaðar golfkylfur sem hjálpuðu þeim að ná því besta úr sveiflunni sinni og minnka áhrifin af göllunum í henni. Nick Faldo sagði sömuleiðis í viðtali að 98% af kylfingum sem hann spilar með eru með golfkylfur sem henta þeim ekki.
Af hverju sérsmíðaðar kylfur?
Virtu fyrir þér alla kylfingana á æfingarsvæðinu næst þegar þú ferð. Pældu í hvað þeir eru allir ólíkir, enginn er jafnstór eða jafnsterkur eða með eins sveiflu. Hvernig í ósköpunum getur verið að allir þessir ólíku kylfingar nái hámarks árangri með kylfum sem eru hannaðar handa stöðluðum miðlungskylfing?
Geturðu stillt ökumannssætið?
Gott dæmi er að sama hversu góður bíll er, hvaða merki hann ber eða hversu flottur hann er, þá myndi enginn kaupa hann ef það væri ekki hægt að stilla speglana, sætin og jafnvel stýrið svo það henti. Að spila með fjöldaframleiddum golfkylfum er eins og að reyna að læra að keyra bíl, þar sem sætið er stillt fyrir einhvern annan.
Líkurnar á að þú hittir á að ósérsmíðaðar kylfur séu í réttri lengd fyrir þig, með réttri gripastærð, því gripi sem þér finnst þægilegast, séu í réttri þyngd, legu og með því skafti sem hentar þér best, að þú sláir með jöfnu lengdarbili á milli kylfa osfrv. osfrv, eru littlar sem engar! Það eru þessi atriði sem skipta ölli máli í að hjálpa þér að spila stöðugt og gott golf.
Hvernig fer sérsmíði fram?
Í fyrsta tíma fer kylfingurinn í stutt viðtal, hverju hann er að sækjast eftir og hvernig golfið hans er. Fyrri kylfur hans eru skoðaðar og metið hvort eitthvað megi betur fara. Síðan er hann mældur og sveiflan skoðuð. Hvaða lengd á kylfum ætti að henta, hvaða sköft ætti að henta hans sveiflu og sveifluhraða, hvaða stærð af gripi og hvernig áferð á gripi hann kann best við. Hvaða hausa vill kylfingurinn, vill hann þá sem fyrirgefa mest eða ákveðið útlit og tilfinningu? Hvað vill hann eyða miklum peningum í kylfurnar? Vill hann það MOI matchað eða swingvigt matchað, TrueLengthTechnology lengdir og legur eða ekki? Flo-uð sköft eða ekki? Er hann slæmur í liðum og vill minna högg í þá?
Breytum og prófum áfram þar til árangur næst
Eftir allar mælingar og eftir að haus og grip hafa verið valin er hægt að setja saman kylfu og prófa. Þá er farið í GCQuad “launch monitor” og fundið út hvort kylfan virkar vel. Ef hún gerir það þá er allt tilbuið til þess að smíða kylfu og/eða sett. Ef hún virkar ekki nógu vel að þá finnum við út hvað vandamálið er, breytum og prófum áfram þar til árangur næst.
Mjög mikilvægar upplýsingar til að hafa og þá má líka breyta fláanum á sumum kylfum til að laga óeðlileg bil ef þau eru til staðar.
- Ekta sérsmíði er ekki að svara 5 spurningum á heimasíðu og láta smíða kylfur út frá því.
- Ekta sérsmíði er ekki að prófa nokkra mismunandi hausa.
- Ekta mæling tekur a.m.k klukkustund
- Ekta sérsmíði fer fram hjá kylfusmið sem að býður upp á úrval af hausum, sköftum og gripum handa ólíkum kylfingum.
- Góður kylfusmiður þarf að hafa mikinn áhuga á faginu og vita nákvæmlega hvaða atriði hafa áhrif á hvað í sveiflunni og boltafluginu.