Wishon 919THI

  • Höggflötur er „forged cup-face“, sem þýðir málmurinn er pressaður og að það er engin suða á höggfletinum. Einnig er hann  CNC fræstur til að vera þunnur í jaðrinum og þykkari í miðju. Þetta tryggir hámarks lengd í öllum höggum, þ.e. meiri boltahraða og nýtnistuðul(„smash factor“) alls staðar á höggfletinum.
  • Þykkt á höggfletinum athuguð sex sinnum í framleiðsluferli, sem er oftar en hjá nokkrum öðrum framleiðenda. Allir hausar eru því eins nálægt löglegum „COR“ mörkum og mögulegt er.
  • Yfir 5.000 g/cm2 í hverfitregðu(MOI) til að högg sem eru ekki slegin á miðjuna fari sem beinast og lengst.
  • Flatari „GRT“ höggflötur fyrir stöðugra boltaflug.
  • Gerður í plasmasuðumótum fyrir sem nákvæmasta framleiðslu.
  • Mjúkt titanium „hosel“ er hægt að beygja um +-4° í bæði legu og stefnu höggflatar.
  • Fáanlegur í 9°, 11°, 13°, 15.5°,  og örvhentis í 11° og 13.5°.
  • Fæst einungis sérsmíðaður.