GolfWorks

The GolfWorks

Golfworks býður upp á mikinn fjölda af hausum, gripum og sköftum. Þeir framleiða einnig gríðarlegt úrval af tækjum og tólum til að mæla og smíða golfkylfur. Samanlögð reynsla kylfusmiða hjá Golfworks er margföld á við önnur stór fyrirtæki sem skilar sér í hausum og sköftum í hæsta gæðaflokki. Þar sem Golfworks borgar engum atvinnumönnum til að nota kylfurnar sínar og auglýsa ekki í neinum golfblöðum eða í sjónvarpi, þá eru vörurnaRalph Maltbyr á sanngjörnum verðum  fyrir að vera vandaðar. Flestir hausarnir frá Golfworks eru hannaðir eftir Maltby Playability Factor kerfinu og eru því  fyrirgefandi.

Golfworks var stofnað 1976 af Ralph Maltby sem vinnur enn sem aðalkylfuhönnuðurinn hjá Golfworks. Ralph Maltby er einn af fremstu golfkylfuhönnuðum heims og hefur verið í rúm 40 ár. Hann hefur hannað kylfur fyrir m.a. Tommy Armour, Toski, Powerbilt, Spalding og sín eigin merki Maltby, CER, KE4 og Distance Master, einnig hefur hann unnið sem ráðgjafi fyrir fjölda af stórum fyrirtækjum. Hann bjó einnig til Maltby Playability Factor kerfið, þar sem hann hefur mælt vel yfir þúsund kylfur. Hann hefur skrifað átta bækur og haldið fyrirlestra fyrir meira en 250 PGA skóla. Hann hefur einnig verið tíður gestur hjá Golf Channel og verið valinn af Golf Digest sem einn af topp 35 áhrifamestu mönnum í golfheiminum. Samanlagt hefur kylfuhönnunardeildin hjá Golfworks yfir 150 ára reynslu og smíðað og lagað kylfur handa yfir 30 PGA tour spilurum.


 

Smelltu HÉR til að fara beint á heimasíðu Ralph Maltby.