Golfhermar njóta vaxandi vinsælda. Örar tækniframfarir hafa gerbreytt upplifun fólks af þeim og lækkað verð.
Golfkylfur.is selur og veitir alhliða sérfræðiráðgjöf um allt er við kemur golfhermum. Meðal merkja sem við getum útvegað eru Foresight Sports, SkyTrak og Uneekor (QED og Eye XO).
Í golfhermi er bolti sleginn af gervigrasmottu og í net eða tjald, sem mynd er varpað á. Skjávarpi er ekki nauðsyn, því það má líka notast við spjaldtölvur, tölvuskjái og sjónvörp.
Svokallaður höggnemi (e. launch monitor) getur lesið hreyfingu kylfuhauss og flug boltans og reiknar út frá því hvert hann hefði flogið utandyra, jafnvel miðað við valið veður og aðrar aðstæður. Þetta er helst gert með radar-tækni eða háhraðamyndavélum. Höggnemar geta verið frístandandi eða festir á veggi og/eða í loft.
Hægt er að fá heilar golfherma-samstæður með öllum aukahlutum og bólstruðum veggjum, eða kaupa sjálfan höggnemann og hugbúnað af hermaframleiðanda og aðra aukahluti úr ýmsum áttum.
Auk sérbúnaðar gera flestir hermar ráð fyrir að tölva sé tiltæk. Val á skjávarpa er einnig mjög mikilvægt, m.t.t. birtu, staðsetningar, efnisgerðar tjalds o.fl.
Golfhermar
-
Uneekor EyeMini LITE
-
Uneekor EyeMini
-
Foresight Sports GC3
-
Uneekor EYE XO límmiðar
-
Uneekor QED límmiðar
-
SkyTrak
-
Uneekor Eye XO
-
Uneekor QED
Aukahlutir fyrir golfherma
-
Léttbox fyrir golfherma
-
Birtee keilutí
-
Uneekor EYE XO límmiðar
-
Uneekor QED límmiðar
-
TaylorMade TP5X PIX golfoltar fyrir QED
-
Gæðabox fyrir golfherma
-
Motta fyrir golfherma
-
Tjald fyrir golfherma
“Við hönnun golfsvæða er ég reglulega beðinn um ráð um val á hermum og hönnun slíkrar aðstöðu. Við það leita ég iðulega til Birgis Björnssonar, sem ég tel vera á heimsmælikvarða hvað varðar þekkingu á hermum, fjölmörgum tegundum þeirra og síbreytilegri þróun.”
Edwin RoaldGolfvallahönnuður EIGCA
Hver er framtíðin?
“Golfhermar eru orðnir svo góðir og þróun þeirrar tækni svo ör að þeir eru orðnir raunhæfur valkostur til upphitunar og æfinga, jafnvel í stað hefðbundinna, plássfrekra útiæfingasvæða. Dæmi sanna þetta.”
– Edwin Roald golfvallahönnuður EIGCA
Hágæða mottur
Hefðbundnar mottur eru harðar og eiga til að veita öðrvísi boltaflug en fæst af grasi, auk þess sem þær fyrirgefa “feit” högg þegar slegið er í jörðina fyrst. Vegna þess hve harðar hefðbundnar mottur eru, þá skoppar kylfan í boltann og úr verður ágætis högg.
Hinsvegar ef þessi högg eru slegin af grasi þá verða þau stutt og léleg og það sama gildir ef þau eru slegin af Country Club Elite mottunni. Einnig verður spuni og boltaflug í fullum höggum mun raunverulegra af Country Club Elite. Í motturnar er einnig hægt að stinga venjulegum tíum.
Ánægðir viðskiptavinir
Úrval af tjöldum
Viðskiptavinir
Stærsti kúnnahópur eru almenn fyrirtæki, starfsmannafélög og einstaklingar. Við höfum einnig selt ti fjölda golfklúbba, þ.á.m. Golflúbbsins Keilis, Golfklúbbs Vestmannaeyja, Golflúbbs Ísafjarðar, Golfklúbbs Suðurnesja, Golflúbbs Selfoss, Golfklúbbs Mosfellsbæjar, Golfklúbbs Dalvíkur o.fl. Golfkylfur.is hefur komið að uppsetningu á mörgum af flottustu golfhermum landsins.
Nánari upplýsingar má fá með því að senda tölvupóst á golfkylfur@golfkylfur.is.