Monthly Archives

February 2011

Af hverju er 919THI besti driver hausinn?

By | Greinar
  1. Misþykkur “cup face” höggflötur
    Fyrir hámarks boltahraða þá þarf höggflöturinn á driver að bogna inn í höggnaugnablikinu við golfkúlu. Þannig kremst kúlan minna saman og missir minni orku. Margir kalla þetta “trampólín áhrif”. Flestir framleiðendur hafa náð hámarks löglega .83 COR hámarkinu í miðjunni á höggfletinum. Upp hafa komið komið mál þar sem skekkjan var of mikil í framleiðslu hjá stórum fyrirtækjum og voru þeirra driverar dæmdir ólöglegir. Nú í dag eru stóru merkin viss um að framleiða vel undir því hámarki til að lenda ekki í því aftur. Kylfurnar frá Wishon eru gerðar í bestu verksmiðju heims og í sér mótum(“precision molding” – smelltu HÉR til að sjá mynd hversu nákvæm mótin er). Áður fyrr og enn hjá sumum framleiðendum voru þó nokkur bil sem þurfti að lóða saman. Vegna þess hve nákvæm nýju mótin eru þarf ótrúlega litlar lóðningar, sem eru nú allar gerðar af vél. Framleiðslan getur ekki orðið nákvæmari. Þetta tryggir t.d. að skekkjan í fláa er aldrei meiri en +-.5 gráða(Golfkylfur.is lætur svo mæla og velja hausa upp á brot úr gráðu) hjá Tom Wishon. Stærsti kosturinn er þó ekki sá að 919THI driverinn er alltaf mjög nálægt COR hámarkinu í miðjunni, heldur hversu lítinn boltahraða og stefnu þú missir þó þú hittir ekki í miðjuna. Þetta gerir Tom Wishon með því að hafa lagt gríðarlega vinnu í að þróa misþykkan höggflötinn. Höggflöturinn er þykkari í miðjunni heldur en í jaðrinum sem veldur því að hann bognar meira allur inn í stað fyrir bara miðjuna. Þetta er svipað og ef trampólín væri gert með sterkum hringlóttum fleti í miðjunni. Wishon tekst þannig að gera mun stærra svæði á höggfletinum sem gefur hámarks boltahraða, lengd og nákvæmni. Mikil vinna og tilraunir fóru í að finna út nákvæmlega hvernig þykktin á að dreifast fyrir mesta boltahraða á öllum höggfletinum. Höggflöturinn er einnig “cup-face”, sem þýðir að lóðningin sem festir höggflötinn við búkinn af drivernum er út fyrir allan höggflötinn. Stykkið með höggfletinum er semsagt bollalaga. Margir framleiðendur lóða miðjuna á höggfletinum við jaðarinn, sem veldur minna svæði með hámarks COR/CT. Loks er þykktin á höggfletinum athuguð oftar í framleiðsluferlinu en hjá nokkrum öðrum framleiðenda, eða sex sinnum til að tryggja að hún sé hárrétt. Niðurstaðan er að Wishon 919THI kemur út með hámarks nýtnistuðul (“smash factor”, sem má auðveldlega sjá í mælingum í góðum höggnema (“launch monitor”).
  2. GRT Roll
    Frá því að driverar voru upphaflega búnir til úr tré hafa þeir verið með bulge or roll. Bulge er hvernig höggfloturinn er kúptur lárétt og roll hvernig hann er kúptur lóðrétt. Ef þú slærð bolta á tánna á trékylfu þá muntu fá hook spuna, en ef þú slærð hann á hælinn að þá muntu fá slæs spuna. Þess vegna eru öll tré kúpt lárétt, til að húkk högg byrji lengra til hægri og skili sér nær miðju og öfugt. Tré hafa hinsvegar líka verið kúpt lóðrétt án þess að það sé nokkur vísindaleg ástæða fyrir því, þannig gerðu fyrstu kylfusmiðirnir hausana úr tré og þannig hefur verið gert síðan. Framleiðendur hafa haldið sig við sama radíus á rolli(jafn kúptir), sem hefur orðið til þess að stóru driverarnir í dag eru með mjög miklum mun á fláa eftir hversu ofarlega/neðarlega á höggflötinn þú hittir. Á flestum 460cc driverum í dag munar um 6* hvort þú hittir efst eða neðst á höggflötin n! Þess vegna er mjög erfitt að fá stöðugt boltaflug. Tom Wishon hefur þróað höggflöt sem með roll sem hann kallar GRT(graduated roll technology). GRT hefur miklu minni mun í fláa yfir allan höggflötin samanborið við aðra framleiðendur, og höggin verða þannig miklu stöðugri. Wishon hefur ennþá smá roll vegna þess að högg sem slegin er ofarlega á kylfuflötin hafa ögn minni bakspuna en ef þau eru slegin á miðjuna og högg sem eru slegin neðarlega hafa ögn meiri bakspuna. Að framleiða stöðugt roll er gríðarlega erfitt þar sem málmurinn á það til að breyta um lögun frá því hann er mótaður þangað til hann kólnar. Wishon gerir því bara kylfurnar sínar í allra bestu verksmiðju heims og hafa þeir búið til sérstakar framleiðslu aðferðir saman til að lágmarka mögulegar skekkjur.
  3. Hátt MOI
    MOI eða hverfitregða er mæling á hversu mikið viðnám hlutur hefur gegn snúning. Því hærra sem MOI er í kylfuhaus, því minna snýst hann ef þú hittir hann á tána eða hælinn, og verða því höggin lengri og beinni. Í venjulegri þyngd er 919THI hausinn yfir 5.000g-cm2 MOI, sem er með því hæsta sem til er og sambærilega hátt og t.d. hausar sem eru gerðir ferkantaðir til að hækka MOI.
  4. Sérsmíðaður handa ÞÉR
    Þar sem engir tveir kylfingar eru eins, er lang mikilvægast af öllu er að driverinn verður með skafti, þyngd, fláa, face angle, grip þykkt, grip áferð, lengd sem hentar þér. Hjá okkur er gulltryggt að þetta sé allt saman rétt og þú fáir driver sem veitir þér hámarks lengd og öryggi. Þessi atriði skila miklu meira en gæðamunurinn á Wishon hausum samanborðið við aðra.