Monthly Archives

desember 2013

Skýrsla frá Tom Wishon um stillanlega drivera

Eftir | Greinar

Tom Wishon, stofnandi Wishon Golf, hefur gríðarlega þekkingu á golfkylfum og þar á meðal á stillanlegum kylfum. Hann hannaði sjálfur fyrstu stillanlegu trén árið 1995. Það er 16 árum á undan nokkru öðru fyritæki! Hann hannaði AHT trén(„Adjustable Hosel Technology“) fyrir Golfsmith. Þau má sjá hér í mynd að neðan úr Golfsmith bækling frá 1995. Wishon hannaði ál ermi í AHT trén, þar sem gatið fyrir skaftið var ekki hornrétt og þannig var hægt að breyta legunni og/eða horninu á höggfletinum með því að snúa þessari ermi með skaftinu í.

Hugmyndafræðin bakvið hönnunina á AHT kylfunum er nákvæmlega sú sama og í þeim stillanlegu kylfum sem eru til sölu í dag. Með því að breyta horninu á skaftinu í hálsinn á hausnum, þá geturðu lítillega breytt legunni og horninu á höggfletinum. Þessi hugmyndafræði á rætur sínar að rekja alla leið aftur þegar kylfur voru gerðar úr tré. Hálsinn á þeim kylfum var mjög þykkur, allt að ein tomma. Með svo þykkan háls var hægt að bora fyrir skaftinu með mismunandi vinkil og þannig breyta legunni og horninu á höggfletinum.

Þeir sem gerðu kylfur úr tré vissu að það var ekki hægt að breyta fláa með því að breyta hvernig skaftið var í hálsinum. Það þurfti að slípa til höggflötinn til að breyta fláanum.
Mörg fyritæki í golfbransanum eru farin að bjóða upp á stillanlega drivera. Flest halda því fram að það sé hægt að stilla fláann, hornið á höggfletinum(face angle) og leguna. Það á að vera hægt að finna stillingu þannig allir þessi þættir henti öllum kylfingum.

En er þetta rétt? Er hægt að finna rétta stillingu handa hverjum og einum? Er hægt að breyta fláanum með því að snúa skaftinu í hálsinum? Virka stillingarnar hugsanlega ekki eins og er auglýst og eru skekkjurnar í framleiðslu á þessum driverum ásættanlegar? Henta hugsanlega hefðbundnir driverar sem er búið að velja fláa, legu og horn á höggfleti handa kylfingum betur?

Smelltu HÉR til að lesa ítarlega skýrslu Tom Wishon um nýjustu stillanlegu driverana.