Hefur þú farið í góða skíðabúð og séð allar hinar fjölmörgu mismunandi tegundir af skíðum, skóm, bindingum og stöfum? Það eru til margar lengdir af skíðum og stöfum og gríðarlegt úrval af bindingum og skóm. Af hverju? Vegna þess að ef skíðin passa ekki þá er mun erfiðara að ná góðum tökum á íþróttinni og slysahættan verður jafnvel mikil. Það er ekki ein stærð fyrir alla á skíðum.
Dæmið snýst hinsvegar snarlega við ef þú ferð í golfbúð. Þrátt fyrir að þær séu með helling af mismunandi merkjum, þá eru næstum allir driverar fyrir karla 45-46”, allir með svipað face angle (yfirleitt nokkrar gráður lokaður til að minnka algengt slice), öll járnin með grafít sköftum eru jafn löng með sömu legu og öll járnin með stál sköftum eru jafn löng með sömu legu. Styttu svo kylfurnar um eina tommu þá á það sama við um allar kvennakylfurnar. Gripin eru öll jafn þykk fyrir karla og öll jafn þykk fyrir konur. Jafnvægið (eða swingvigtin) er líka eins í öllum kylfunum.
Þú getur yfirleitt valið um mismunandi gráður í driverum, oft frá 8.5 upp í 11 gráður(en gjarnan mikill munur frá raunverulegum gráðum og því sem stendur á kylfunni). Því miður eru mjög margir sem þurfa meiri en 11 gráðu driver til slá eins langt og beint eins og mögulegt er. Þú getur líka yfirleitt valið um mismunandi stífleika á sköftum, oftast frá L yfir í X, en aðeins um eina tegund af sköftum og eina tegund af beygju prófíl á sköftum, allt í sömu þyngd. Golfkylfur eru seldir mun meira sem “ein stærð handa öllum” heldur en græjur í öðrum íþróttum.
Þegar kylfingar slá slæmt högg, þá kenna þér yfirleitt sjálfum sér um, en vegna þess að stóru fyrirtækin í golf bransanum hanna kylfurnar sínar hvað varðar stærð, styrk og íþróttarlegri getu handa þeim sem þau hafa reiknað út að sé “meðal kylfingur”, þá er kylfunum oft um að kenna hversu slæmt höggið var. Kylfingarnir hugsa með sér að golf er erfitt og bestu golfarar heims á PGA tournum nota svona kylfur þannig að slæmu höggin geta ekki verið kylfunum að kenna. En þetta er einfaldlega rangt. Vandamálið er að ALLIR kylfingar þurfa að láta sérsmíða handa sér kylfur. Sveiflan þín getur aðlagast röngum kylfunum á þann hátt að hún getur orðið tæknilega léleg.
Það þarf að sérhæfa kylfurnar miklu meira heldur en bara mismunandi fláa á drivernum og mis-stíf sköft þannig að kylfurnar geti hentað öllum.
Hvað er mikilvægast í golfkylfum?
Eru þínar golfkylfur hannaðar til þess að gera þig betri í golfi, eða einungis til að græða pening? Fara peningarnir sem þú borgaðir fyrir kylfurnar í að fjármagna atvinnumenn og dýrar auglýsingar í blöðum og sjónvarpi?
Fyrir mörg stóru fyrirtækin eru auglýsingarskrifstofur sem hanna kylfurnar. Þessar auglýsingarskrifstofur vita ekkert um hvernig golfkylfur virka, en þær vita vel hvaða útlit mun selja og hvernig á svo að markaðsetja það. Hvort það sé að ljúga að fólki að það slái betur með ferköntuðum kylfum, hvítum eða straumlínulöguðum.
Stóru golf fyrirtækin vilja að kylfingar trúi því að hver einasta tækninýjung eigi eftir að gjörbreyta golfinu þínu. En ef það væri satt, hvernig stendur þá á því að meðalforgjöf kylfinga hefur ekkert breyst? Hefurðu pælt í afhverju það gæti verið?
Ástæðan er sú að flestir kylfingar hafa ekki prófað þá raunverulegu „tækni“ sem getur hjálpað þeim. Tækni sem stóru fyrirtækin segja þeim ekki frá því þau eru óhæf um að nota hana: að sérsmíða hverja einustu kylfu handa hverjum kylfing, því að þeir eru allir ólíkir eins og fingraför. Að kylfurnar henti kylfingnum er miklu miklu mikilvægara en hvort að hausinn hafi nýjustu tækni eða ekki.
Eru kylfurnar í réttri lengd fyrir þig? Er gripið rétta þykktin fyrir þína handastærð og er það sú tegund af gripi sem þér þykir þægilegast að halda um? Er legan á öllum kylfunum sérstillt handa þér? Er þyngdin á kylfunum rétt handa þér? Varstu mældur utandyra í launch monitor fyrir réttan fláa á driver? Þetta eru hlutirnir sem skipta raunverulegu máli í golfkylfu.
Eru gæðin meiri í sjálfum hausunum og sköftunum frá stóru merkjunum?
Hausarnir og sköftin í sérsmíðaðri golfkylfu eru í versta falli jafn góð og frá stóru merki en yfirleitt miklu meiri. Stóru fyrirtækin eyða gríðarlegum fjármunum í auglýsingar og að fjármagna tour spilara osfrv. Fyririrtækin sem selja hausa í sérsmíðun eyða frekar fjármunun í að gera góða hausa og rannsaka hvað virkar og hvað ekki í hönnun á golfkylfum. Sem dæmi má sjá rúmlega +-2° skekkju í öllum kylfum frá stóru merki. Skekkjan í þykkt á höggfletinum er þá líka meiri, og því meiri líkur á að hitta á trékylfur með minni boltahraða(minni „trampólín“ áhrifum).
9° driverinn sem þú prófaðir á demo deginum frá stóra fyrirtækinu gæti verið 7° eða 10° þegar þú pantar hann. Ef þú prófaðir hann svo í skrúfu kerfi á milli skafts og hauss frá þeim, þá verður hann líklega léttari með stífari skafti þegar þú pantar hann.
Í sérsmíðun er 0° skekkja í járnum(því kylfusmiðurinn fer yfir þær) og 0° í trékylfum því þær eru handmældar og valið nákvæmlega þær gráður sem beðnar eru um. Þetta á líka við um þyngdir og legur. Þær geta verið út um allt í fjöldaframleiddu setti, en í sérsmíðuðu setti er þetta allt nákvæmlega eins og það á að vera.
Stóru fyrirtækin nota svo yfirleitt mjög ódýr sköft með miklum skekkjum í framleiðslu. Þó að þau séu jafnvel merkt virtum skaftaframleiðendum þá eru þau yfirleitt „made for“ og gerð í annari verksmiðju sem framleiðir miklu ódýrara, með mikið meiri skekkju í stífleika, þyngd og hversu kringlótt sköftin eru.
Hausarnir sem eru hannaðir af t.d. Ralph Maltby hjá Golfworks eru gjarnan gerðir í sömu verksmiðjum og hjá stóru fyrirtækjunum, en hann fer fram á framleiðslu með minni skekkju sem er því dýrari fyrir hann, en samt selt ódýrari fyrir kúnnann. Hann hefur líka rannsakað í yfir 30 ár hvað virkar í golfkylfum, og hannar eftir því.
Tom Wishon gerir sína hausa í allra bestu verksmiðjum heims og notar allra bestu málma og vinnslu. Í þá er ekkert sparað. Engir hausar í heminum eru í hærri gæðaflokki. Þessir menn hafa miklu meiri reynslu og kunnáttu heldur en hönnuðir hjá stóru merkjunum. Enda má gjarnan sjá stóru merkin herma eftir því sem þeir gera.
Þrátt fyrir mikil gæði í framleiðslunni á þessum kylfum og að þær séu sérsmíðaðar, eru þær seldar á minna verði heldur en stóru merkin!
Ef sérsmíðað er betra, afhverju nota þá bestu spilarar í heimi kylfur frá stóru merkjunum?
Það eru mikil mistök að halda að bestu spilarar heims noti sömu kylfur og þú kaupir út í búð. Það er búið að sía út eða eiga við hausana fyrir þá sem hafa nákvæmlega þá þyngd sem þeir vilja. Það er búið að beygja fláann og leguna nákvæmlega eins og hentar þeim best. Það er búið að mæla þá og þeir prófa mörg sköft og finna út hvað virkar best. Lengdin á kylfunum er nákvæmlega eins og þeir vilja. Það er búið að mæla driver hausana þannig þeir eru eins nálægt hámarks boltahraða eins og löglegt er. Þeir nota þá tegund af gripi og þá þykkt sem þeim líkar best við. Það er búið að sérsmíða þær þannig þeir geti spilað eftir bestu getu. Tour spilararnir fá svo mikla peninga til að spila með þessum vörum. Wishon Golf og Golfworks borga engum fyrir að spila með sínum kylfum. En þess má geta að Ralph Maltby og Tom Wishon hafa hannað kylfur handa mörgum á tournum. Kylfur sem þeir hafa hannað hafa unnið mót á öllum tourum, stórmót og verið í Ryder Cup.
Nýlegar athugasemdir