Flestum kylfingum þykir magnað hvað hvað þeir bestu geta slegið langt og allir vilja geta það líka. En hvernig getur venjulegt fólk sem er með 50-90mph í sveifluhraða lengd sig? Það eru þrjú atriði sem verða að vera í lagi til þess að þú getir slegið þína hámarks lengd.
- Lengd driversins.
Margir halda að því lengri sem driverinn sé, því lengra munu þeir slá – en það er algjörlega rangt. Þeir einu sem HUGSANLEGA fá meiri lengd með löngum driver eru þeir sem eru með mjúkt tempo, nota úlnliðina seint í niðursveiflunni(seint release/mikið lag) og hafa frekar flata sveiflu. Einungis þessir eru líklegir til að græða örfáa metra, og það er ekki meira en örfáir metrar. Og það er bara í þeim tilfellum sem þeir hitta boltann á miðjuna, sem gerist sjaldnar með löngum driver og einnig verða þeir nær alltaf skakkari.
Þetta er vegna þess að því lengri sem driverinn er, því erfiðara er að hitta stöðugt á miðjuna á höggfletinum. Ef að þú slærð 1.5cm frá “sæta blettinum”, þá missirðu um 5% af lengdinni. Ef þér skeikar um 2.5cm, þá missirðu um 10%.
Næstum allir driverar sem eru seldir út í búð eru frá 45.5”-46.5”. Driverar handa konum eru yfirleitt 1” styttri. Meðallengd á driver á PGA Tournum er 44.5” og hefur verið það frá 2004. Ef að atvinnukylfingar gætu slegið stöðugt og beint með lengri driver en það, þá myndu þeir gera það. Sá sem slær lengra hefur augljósa yfirhönd í golfi, en bestu kylfingar heims ráða ekki við lengri drivera en þetta.
Það er því gríðarlega mikilvægt að láta sérsníða lengdina handa hverjum og einum kylfing. - Flái driversins.
Ef að þú ert með sveifluhraða um 90-100mph og flái driversins er undir 11gráðum, þá eru miklar líkur á að þú sért að tapa lengd. Ef að þú ert meðalkylfingur, þá er sveifluhraði þinn um 80-85mph, þá ertu mjög líklega að tapa lengd ef driverinn þinn er minna en 13-14gráður. Góð myndlíking til að skilja þetta er að drive er eins og að sprauta vatni úr slöngu. Því minni kraftur sem er á bununni, því hærra þarftu að beina henni til að dríva langt. Því meiri kraftur sem er á henni, því lægra beinirðu bununni fyrir hámarks lengd. - Heildarþungi og Swingvigt/MOI driversins.
Semsagt hversu þungur driverinn þinn er(heildarþungi) og af þeim þunga hversu mikið er í hausnum(swingvigt). Þessi atriði verða að passa við líkamlegan styrk kylfingsins, tempó sveiflunnar og hæfileika. Ef kylfan er t.d. of létt fyrir styrkleika og tempó kylfingsins þá eykst hversu oft hann slær ekki á miðjuna. Það þarf augljósalega misþungar kylfur fyrir ólíka kylfinga og það þarf að finna út hvaða þyngd hentar hverjum kylfing best. Ef eitthvað af þessu er ekki pottþétt hjá þér, þá ertu einfaldlega ekki að slá eins langt og þú getur og ekki að spila af hámarks getu.
Nýlegar athugasemdir