Monthly Archives

October 2012

Sannleikurinn um þróun drivera

By | Greinar

Eru kylfingar að dræva lengra en nokkru sinni?

Nýlega hef ég orðið var við nokkuð af greinum sem fjalla um það að kylfingarnir á PGA mótaröðinni hafi aldrei slegið jafnt langt og þeir gera í dag. Í viðtölum hef ég svo heyrt atvinnumenn sem fá himinhá laun frá kylfufyrirtækjunum segja að þetta sé ótrúlegum framförum í kylfunum og boltunum sem þeir nota að þakka. Í auglýsingum má líka sífellt sjá talað um að kylfingar muni slá lengra með drivernum í ár en úgáfunni í fyrra. Ástæðurnar sem gefnar eru upp eru að driverarnir eru ýmist straumlínulagaðri, það er búið að breyta massamiðjunni fyrir hærra flug og minni spuna, léttari kylfur, byltingar í efnum í kylfuhausunum, sköftunum osfrv. Allt á þetta að verða til þess að að kylfingar slái ennþá lengra en áður. En er þetta rétt? Muntu slá lengra með drivernum í ár heldur með drivernum frá því í fyrra?

Hver er þróunin á PGA mótaröðinni?

Hér fyrir ofan sést súlurit yfir meðalhögglengd á PGA mótaröðinni. Eins og sjá má þá ríkur lengdin upp á þeim tíma sem driver hausarnir voru að stækka og COR-ið(„trampolín áhrifin“) var að aukast. Því hærra sem COR er, því meiri boltahraði næst ef þú hittir boltann á miðjuna og það er því gríðarlega mikilvægt atriði í hönnun á góðum tréhaus. Þeir sem eru með mikinn sveifluhraða bæta sig enn meira í lengd miðað við þá sem eru með hægari sveifluhraða með hækkun á COR. Í lok ársins 2002 setti USGA þak á COR sem var ákveðið að væri .83. Það þýðir að bolta sem er skotið á 100mph hraða á kylfuhaus, má ekki koma til baka á meira en 83mph hraða. Árið 2003 voru flestir framleiðendur búnir að ná þessu hámarki á miðjusvæðinu á höggfletinum og þeir handvelja síðan mælda drivera handa spilurunum sínum á atvinnumannamótaröðunumtil að þeir séu pottþétt á hámarkinu. Á súluritinu sést að högglengdin hefur næstum því staðnað frá því að þessu var náð. Meðallengdin árið 2003 var 286.6yardar, 289.5yardar árið 2008 og núna árið 2011 var hún 290.9yardar. Hank Kuehne á enn metið yfir heilt tímabil, sem var 321.4yard árið 2003. Það þarf svosem ekki að rýna lengi í þetta súlurit til að sjá að það er ekki jafn mikil bylting í högglengd með hverri kynslóð af driverum eins og margir vilja kannski halda fram. Þessar tölur geta reyndar verið svolítið villandi fyrir miðlungskylfinga, þar sem þeir hitta ekki jafn oft á miðjuna og atvinnumennirnir. Það hafa auðvitað orðið framfarir í fyrirgefningu á driverum,sem myndi skila sér í meiri meðallengd hjá flestum kylfingum. En staðreyndin er samt sú ef þú hittir boltann á miðjuna með driver gerður árið 2003 og síðan drivernum sem þú keyptir í dag og allt annað væri eins, þá væri sáralítill munur á lengdinni. Með öllum þeim framförum sem eiga að hafa átt sér stað í kylfum, boltum, sköftum og líkamlegu atgerfi að þá tekst þeim á PGA mótaröðinni ekki að slá nema um 3 metrum lengra í dag en árið 2003 samkvæmt tölfræðinni.

Hvað þýðir þetta?

Það er mitt álit sem kylfusmiður að það er gjarnan óþarfi fyrir kylfinga að vera sífellt að eltast við nýjustu tæknibyltinguna sem auglýst er að útvegi þeim auka 10m. Það er mjög lítið hægt að betrumbæta í driverunum í dag. Hinsvegar hafa kylfingar of oft ekki pælt í grunnatriðum eins og lengd skaftsins, fláa, þyngd og jafnvægi driversins og afstöða höggflatarins(face angle). Það eru þessi atriði sem skipta miklu máli. Ef eitthvað af þessu er ekki pottþétt hjá þér, þá ertu einfaldlega ekki að slá eins langt og þú getur og ekki að spila af hámarks getu. Ef þessi atriði eru hinsvegar rétt í drivernum þínum, þá er sjaldan ástæða að skipta honum út. Peningunum væri oft betur eytt í annað en nýjan driver eins og t.d. kennslu hjá góðum kennara.

 

Hvað er COR?

By | Greinar

Margir hafa heyrt talað um COR í golfkylfum og þá oftast trékylfum. Þetta hugtak er mikið notað í auglýsingar og ekki síst áður en skammstöfunin MOI rataði á markaðsdeildirnar. En hvað er COR? „COR“ er skammstöfun fyrir „coefficient of restitution“.Þetta hugtak mætti kalla endurkastsstuðul á íslensku. Þetta er semsagt mælieining á hversu mikil orka tapast eða viðhelst þegar tveir hlutir rekast saman. Mælingin gæti verið 0.0 ef öll hreyfiorka tapast eða 1.0 ef engin hreyfiorka tapast. Dæmi um 0.0 COR væri mjúkt tyggjó að rekast á annað mjúkt tyggjó. Ef að þú hentir einu tyggjó í annað, þau myndu klessast saman og ekki hreyfast eftir áreksturinn, þá hefur öll hreyfiorka tapast. Dæmi um COR sem er nánast 1.0 er þegar þú skýtur kúlu í billiard alveg beint í aðra kúlu af sömu stærð og massa, þá algjörlega stöðvast kúlan sem þú skaust í með kjuðanum en hin kúlan fer af stað á næstum sama hraða. Næstum engin orka tapaðist í árekstrinum.
Það er ómögulegt að golfkylfa og golfkúla geta myndað fullkominn 1.0 COR árekstur. Ástæðurnar fyrir því er að höggflöturinn og kúlan eru úr algjörlega ólíkum efnum og að kylfuhausinn og golfboltinn eru misþungir. En þegar kylfurhausar fóru að stækka ört, og málmurinn í þeim varð þynnri og þynnri, þá fór höggflöturinn að sveigjast í „impact“. Því meira sem höggflöturinn sveigist, því minna kremst golfboltinn, og þetta leiðir til hærri endurkastsstuðuls. Ástæðan er að það tapast mikið meira orka þegar golfboltinn kremst heldur en þegar höggflöturinn svignar. Það eru semsagt engin „trampólín áhrif“ sem eiga sér stað, þrátt fyrir að það sé oft talað um það þannig. Með hærra COR náðu kylfingar meiri boltahraða og lengri höggum án þess að auka sveifluhraðann. Þetta má sjá vel með því að rýna í tölfræðina á PGA mótaröðinni. Högglengdin rauk upp á hverju ári þegar COR var að hækka í driverunum. En árið 2003 setti USGA þak á hversu hátt COR kylfuhaus má hafa. Mörkin voru sett í .83 COR. Þetta þýðir að ef golfbolta væri skotið á kyrrstæðan höggflöt á golfkylfu á 100km hraða, þá mætti boltinn ekki koma til baka á meira en 83km hraða. R&A byrjaði að setja mörkin í .86, en seinna lækkuðu þeir í Skotlandi stuðulinn niður í .83. Driverarnir sem voru framleiddir með .86 COR urðu því „ólöglegir“ í mótum. Meðalhögglengd hjá bestu kylfingum heims á PGA mótaröðinni og Evrópsku mótaröðinni hefur lítið breyst eftir að það voru sett mörk á COR.
Til að átta sig betur á hvað COR getur skipt miklu máli er hér dæmi til að gefa viðmið. Gamlir stál eða tré driverar sem voru ekki sérstaklega hannaðir með þunnan höggflöt eru með COR um .78COR. Ef kylfingur sem slær rúmlega 200m af teig notar slíkan driver myndi hann fljúga boltanum rúmlega 10m styttra en með .83COR driver. Þeir sem slá lengra væru að tapa enn meiri lengd með gamla drivernum.

Það er ómögulegt að golfkylfa og golfkúla geta myndað fullkominn 1.0 COR árekstur. Ástæðurnar fyrir því er að höggflöturinn og kúlan eru úr algjörlega ólíkum efnum og að kylfuhausinn og golfboltinn eru misþungir. En þegar kylfurhausar fóru að stækka ört, og málmurinn í þeim varð þynnri og þynnri, þá fór höggflöturinn að sveigjast í „impact“. Því meira sem höggflöturinn sveigist, því minna kremst golfboltinn, og þetta leiðir til hærri endurkastsstuðuls. Ástæðan er að það tapast mikið meira orka þegar golfboltinn kremst heldur en þegar höggflöturinn svignar. Það eru semsagt engin „trampólín áhrif“ sem eiga sér stað, þrátt fyrir að það sé oft talað um það þannig. Með hærra COR náðu kylfingar meiri boltahraða og lengri höggum án þess að auka sveifluhraðann. Þetta má sjá vel með því að rýna í tölfræðina á PGA mótaröðinni. Högglengdin rauk upp á hverju ári þegar COR var að hækka í driverunum. En árið 2003 setti USGA þak á hversu hátt COR kylfuhaus má hafa. Mörkin voru sett í .83 COR. Þetta þýðir að ef golfbolta væri skotið á kyrrstæðan höggflöt á golfkylfu á 100km hraða, þá mætti boltinn ekki koma til baka á meira en 83km hraða. R&A byrjaði að setja mörkin í .86, en seinna lækkuðu þeir í Skotlandi stuðulinn niður í .83. Driverarnir sem voru framleiddir með .86 COR urðu því „ólöglegir“ í mótum. Meðalhögglengd hjá bestu kylfingum heims á PGA mótaröðinni og Evrópsku mótaröðinni hefur lítið breyst eftir að það voru sett mörk á COR.

Til að átta sig betur á hvað COR getur skipt miklu máli er hér dæmi til að gefa viðmið. Gamlir stál eða tré driverar sem voru ekki sérstaklega hannaðir með þunnan höggflöt eru með COR um .78COR. Ef kylfingur sem slær rúmlega 200m af teig notar slíkan driver myndi hann fljúga boltanum rúmlega 10m styttra en með .83COR driver. Þeir sem slá lengra væru að tapa enn meiri lengd með gamla drivernum.

Vel hannaðir driverar í dag hafa náð því að hafa hátt COR um stærra svæði á höggfletinum með því að hafa málminn í honum misþykkan. Helstu framfararnir frá því að COR var hámarkað 2003 eru því að slæmu höggin fljúga lengra og beinna en áður. Samt sem áður erhámarks COR svæðið á höggfletinum ekki ýkja stórt. Það er því gríðarlega mikilvægt að vera með rétt smíðaðan driver til að tryggja að þú hittir sem oftast á miðjan höggflötinn. Eins gagnlegt og hátt COR er, þá er það mjög lítill þáttur í að slá sem lengst miðað við að hafa kylfuna rétt smíðaða.
Þess má geta að Tom Wishon hefur langtum meiri reynslu en nokkur annar framleiðandi af því að hanna og prófa höggfleti fyrir hærra COR.

1999 – Fystur til að gera drivera með misþykka höggfleti fyrir mismunandi sveifluhraða.
2000 – Fyrstur til að gera “ólöglega” mikið COR í stál driver árið.
2004 – Fyrstur til að gera brautartré með hámarks COR.
2004 – 770CFE járnin. Fyrstu járnin til að vera hönnuð með mjög þunnan höggflöt fyrir hærra COR og unnu Golf Tips Magazine verðlaun fyrir að vera besta tæknileg hugmyndin það árið. Í dag hefur hann þróað þau í 870TI járnin sem hafa hármarks .83COR.
2007 – Fyrstur að ná hámarks COR í minni minni brautartrjám með littlum höggflöt.
2008 – Fyrstur til að gera hálfvita með hámarks COR.

Í dag eru Wishon driverar með stærra svæði á höggfletinum með hármarks COR en nokkur annar framleiðandi.