Skip to main content

Það er mjög algengur misskilningur að halda að mið- og háforgjafarkylfingar þurfa ekki að láta mæla sig fyrir kylfur og sérsmíða þær. Það er staðreynd að því lakari sem kylfingurinn er, því MEIRI er þörfin að fá rétt sniðnar kylfur til að geta spilað af hámarks getu. Vegna yfirburðar hæfileika að þá geta margir góðir kylfingar spilað vel með margvíslegum kylfum. Lakari kylfingar hafa ekki þessa sömu getu og stjórn á golfsveiflunni og tækninni. Þeir geta ekki aðlagast kylfum sem henta ekki. Það er því enn mikilvægara fyrir þá að kylfurnar séu rétt smíðaðar og bæti upp það sem þeim skortir í tækni. Rétt smíðaðar kylfur handa miðlungskylfing geta:

  1. Bætt höggin þeirra samstundis. Dæmi: Algengt er að kylfingar slæsi með drivernum. Þeir hafa ekki getuna til að temja sér rétta tækni eða hafa einfaldlega ekki tímann að ná að æfa hana. Oft þarf ekki nema lítið atriði eins og að fá lokaðri kylfuhaus og/eða styttra skaft til að laga þetta slæs.
  2. Hjálpað kylfingnum að leiðrétta það sem hann er að vinna í sjálfur eða með kennaranum sínum. Dæmi: Kylfingurinn gæti glímt við það vandamál að loka hausnum og húkka hann. Þyngri sveifluvigt gæti hjálpað honum að halda honum opnum lengur eins og kennarinn hefur reynt að fá hann til að gera.

Hér er listi yfir nokkur af þeim atriðum sem eru mikilvæg handa mið- og háforgjafarkylfingum til að þeir geta spilað sem best.

  1. Lengdin á kylfunum
    Lengdin á kylfunum er mjög mikilvægt atriði sem getur ráðið því hvort höggin eru góð eða slæm. Það getur verið erfitt að vera stöðugur með of löngum kylfum og of stuttar kylfur með rangri legu geta t.d. gert rétta uppstillingu vonlausa fyrir kylfinginn. Þetta tvennt yrði til þess að hann myndi slá meira af lélegum höggum.
  2. Legan á kylfunum
    Ef að allir kylfingar væru jafn háir, með jafn langar hendur og myndu sveifla eins, þá væri í góðu lagi að það væri bara eitt úrval af legum í boði. En kylfingar eru misstórir, missterkir, ólíkt vaxnir og sveifla ólíkt. Til að útiloka að röng lega sé að valda skökkum höggum, þá verða ALLIR kylfingar að láta mæla sig fyrir rétta legu á öllum járnum og fleygjárnum. Því meiri sem fláinn er á kylfunni, því mikilvægara er að legan sé rétt.
  3. Afstaðan á höggfletinum í trjákylfum(face angle)
    Lakari kylfingar ná ekki að hitta golfhögg með höggflötinn beint að skotmarkinu næstum jafn oft og góðir kylfingar. Með því að velja rétta afstöðu á höggfletinum má leiðrétta misstefnuna og þannig hjálpa lakari kylfingum að slá beint og halda boltanum í leik oftar. Oft slæsa lakari kylfingar og þá hjálpar gjarnan að hafa lokaðan kylfuhaus.
  4. Flái á driver og brautartrjám
    Samkvæmt einni skoðunarkönnun voru 90% af miðlungs- og háforgjafarkylfingum með of lítinn fláa á drivernum sínum til að ná hámarkslengd. Ef að sveifluhraðinn þinn er undir 90mph, þá eru miklar líkur á að þú þurfir driver með 12-14gráðu fláa til að slá eins langt og þú getur. Einnig er algengt að sjá kylfinga með of lítinn fláa á 3-trénu sínu, sem verður til þess að þeir ná boltanum ekki almennilega á loft og slá því ekki eins langt og þeir ættu að gera. Hér fyrir neðan er listi yfir ráðlagðan fláa á driver miðað við sveifluhraða. Hann er þó breytilegur eftir því hvernig boltaflug kylfingar vilja fá t.d. vegna vinds og mismunandi hraða á brautum.
    Sveifluhraði með Driver Flái Drivers
    50 mph 15 – 17 gráður
    60mph 14-16 gráður
    70mph 13 – 15 gráður
    80mph 12 – 14 gráður
    90 mph 11-13 gráður
    100mph 9.5 – 11.5 gráður
    110 mph 8 – 10 gráður
    Ástæðan fyrir mismunandi fláa handa sama sveifluhraða er út af óliku högghorni hjá kylfingum. Þeir sem slá niður á boltann þurfa meiri fláa og þeir sem slá upp á hann þurfa minni fláa.
  5. Sveifluþungi og heildarþungi
    Ef að allir kylfingar væru jafn sterkir og sveifluðu með sama takt og hraða, þá væri í lagi ef það væri einn staðlaður sveifluþungi og heildarþungi. Ef að sveifluþunginn/jafnvægið og heildarþunginn hentar ekki styrk og takt kylfingsins, að þá er mjög erfitt að ná stöðuleika og slá beint og vel. Þetta á sérstakelga við lakari kylfinga. Of létt kylfa og kylfingurinn getur misst allan takt og of þung kylfa þá fer hann að missa kylfuhraða og gjarnan slá til hægri.
  6. Stífleiki skaftsins og hvernig stífleikanum er dreift um skaftið
    Ef að skaft er of stíft miðað við sveifluhraða og tækni kylfingsins, þá slær hann hugsanlega lægra, jafnvel styttra og með harðari/verri tilfinningu en með mýkra skafti. Sumir kylfingar eru mjög næmir fyrir tilfinningunni úr skaftinu og til að þeir slái sem best verður þeim að líka við tilfinninguna. Of mjúkt skaft og sumir kylfingar fara ósjálfrátt að hægja á sveiflunni og tapa lengd. Það er því mjög mikilvægt að stífleikinn sé réttur. Því hraðar sem þú sveiflar, því seinna sem þú notar úlnliðinn og því sneggri takt sem þú hefur í sveiflunni, því líklegra er að þú finnir og sjáir mun á mismunandi sköftum og því mikilvægara er að hafa réttan stífleika.
  7. Þykkt og tegund grips
    Það geta fáir náð góðum árangri ef hendurnar eru ekki öruggar og slakar um gripið. Ef að þykktin er röng fyrir kylfinginn fer hann gjarnan að halda of fast um kylfuna og stífleikinn fer um allan kroppinn. Þetta endar með að bitna á sveiflunni og tilfinningunni. Það sama á við um áferð gripsins. Sumum líður best að halda um hart og gróft grip, en öðrum um mjúkt grip. Hvað hverjum finnst vera besta gripið er gríðarlega einstaklingsbundið og því nauðsynlegt að fá að prófa mismunandi grip.
    Það er ekki nóg að eiga dýrar og flottar græjur, þær verða líka að passa. Golf er nógu erfið íþrótt svo öruggara er að vera með alla hluti í lagi. Gerðu þér það sem auðveldast og vertu viss um að kylfurnar henti þér.