Margir halda að mikilvægasti hluti golfkylfunnar sé skaftið og virki eins og það sé vélinn í golfkylfunni. Sannleikurinn er að skaftið er í besta falli hægt að kalla kúplinguna í golfkylfunni. Skaftið býr ekki til orku í sveiflunni, heldur tengir það saman hendur kylfingsins við kylfuhausinn og gerir honum þannig kleift að flytja orku í kylfuhausinn og þaðan í golfboltann. Það myndar geymir ekki mikinn fjaðurkraft sem spyrnir í boltann í högginu(„impact“).
Það er alveg satt að ef skaft hentar ekki kylfingi og sveiflunni hans, þá slær hann ekki eins langt og hann getur. Hann mun missa taktinn í sveiflunni, hugsanlega tapa kylfuhraða, hitta höggin verr og fá verra boltaflug.
Skafitð hefur þessi áhrif:
- Það getur haft væg áhrif á fláa kylfunnar í höggi. Um 2-3 gráður í driver hjá þeim með mikinn kylfuhraða og þá sem nota únliðabrot seint.
- Þyngd kylfunnar. Skaftið er mesta breytan þegar kemur að heildarþyngd golfkylfu. Misþung sköft henta mismunandi kylfingum. Rétt þyngd hjálpar að hitta sem stöðugast á höggflötinn og getur hjálpað sveifluferil líka. Þungi á skafti er því gríðarlega mikilvægur og oft vanmetinn þáttur.
- Tilfinninguna. Sumir kylfingar eru mjög næmir á hvernig skaftið bognar og hvar. Þeir kunna best við, og slá því best með, ákveðnum stífleika um endilangt skaftið.
Þetta er í grófum dráttum það sem skaft gerir. Það er varðveitir bognun í niðusveiflunni sem virkar þannig að hún geymir mikla orku sem losnar eins og í veiðistöng og eykur högglengd umtalsvert. Þegar niðursveiflan hjá flestum byrjar, bognar skaftið örlítið á þann hátt að það er í sömu átt og að táin á kylfunni væri að færast upp í uppstillingu. Miðsóknarkraftur gerir það svo að verkjum að skaftið fer að bogna fram í niðursveiflunni. Skaftið hjá sumum kylfingum er svo orðið aftur beint í höggstað, en gjarnan örlítið bogið fram.
Þetta er nokkur einföldun á því hvað skaftið gerir. Það er mikilvægt að allir þættir skaftsins henta kylfing ef hann vill spila af hámarksgetu. En staðreyndin er sú að það bognar ekki aftur og fram eins og veiðistöng og eykur þannig stórlega högglengd. Það er mýta.
Nýlegar athugasemdir