All Posts By

a8

Mikilvægi þess að há- og miðforgjafarkylfingar noti rétt smíðaðar kylfur

By | Greinar

Það er mjög algengur misskilningur að halda að mið- og háforgjafarkylfingar þurfa ekki að láta mæla sig fyrir kylfur og sérsmíða þær. Það er staðreynd að því lakari sem kylfingurinn er, því MEIRI er þörfin að fá rétt sniðnar kylfur til að geta spilað af hámarks getu. Vegna yfirburðar hæfileika að þá geta margir góðir kylfingar spilað vel með margvíslegum kylfum. Lakari kylfingar hafa ekki þessa sömu getu og stjórn á golfsveiflunni og tækninni. Þeir geta ekki aðlagast kylfum sem henta ekki. Það er því enn mikilvægara fyrir þá að kylfurnar séu rétt smíðaðar og bæti upp það sem þeim skortir í tækni. Rétt smíðaðar kylfur handa miðlungskylfing geta:

  1. Bætt höggin þeirra samstundis. Dæmi: Algengt er að kylfingar slæsi með drivernum. Þeir hafa ekki getuna til að temja sér rétta tækni eða hafa einfaldlega ekki tímann að ná að æfa hana. Oft þarf ekki nema lítið atriði eins og að fá lokaðri kylfuhaus og/eða styttra skaft til að laga þetta slæs.
  2. Hjálpað kylfingnum að leiðrétta það sem hann er að vinna í sjálfur eða með kennaranum sínum. Dæmi: Kylfingurinn gæti glímt við það vandamál að loka hausnum og húkka hann. Þyngri sveifluvigt gæti hjálpað honum að halda honum opnum lengur eins og kennarinn hefur reynt að fá hann til að gera.

Hér er listi yfir nokkur af þeim atriðum sem eru mikilvæg handa mið- og háforgjafarkylfingum til að þeir geta spilað sem best.

  1. Lengdin á kylfunum
    Lengdin á kylfunum er mjög mikilvægt atriði sem getur ráðið því hvort höggin eru góð eða slæm. Það getur verið erfitt að vera stöðugur með of löngum kylfum og of stuttar kylfur með rangri legu geta t.d. gert rétta uppstillingu vonlausa fyrir kylfinginn. Þetta tvennt yrði til þess að hann myndi slá meira af lélegum höggum.
  2. Legan á kylfunum
    Ef að allir kylfingar væru jafn háir, með jafn langar hendur og myndu sveifla eins, þá væri í góðu lagi að það væri bara eitt úrval af legum í boði. En kylfingar eru misstórir, missterkir, ólíkt vaxnir og sveifla ólíkt. Til að útiloka að röng lega sé að valda skökkum höggum, þá verða ALLIR kylfingar að láta mæla sig fyrir rétta legu á öllum járnum og fleygjárnum. Því meiri sem fláinn er á kylfunni, því mikilvægara er að legan sé rétt.
  3. Afstaðan á höggfletinum í trjákylfum(face angle)
    Lakari kylfingar ná ekki að hitta golfhögg með höggflötinn beint að skotmarkinu næstum jafn oft og góðir kylfingar. Með því að velja rétta afstöðu á höggfletinum má leiðrétta misstefnuna og þannig hjálpa lakari kylfingum að slá beint og halda boltanum í leik oftar. Oft slæsa lakari kylfingar og þá hjálpar gjarnan að hafa lokaðan kylfuhaus.
  4. Flái á driver og brautartrjám
    Samkvæmt einni skoðunarkönnun voru 90% af miðlungs- og háforgjafarkylfingum með of lítinn fláa á drivernum sínum til að ná hámarkslengd. Ef að sveifluhraðinn þinn er undir 90mph, þá eru miklar líkur á að þú þurfir driver með 12-14gráðu fláa til að slá eins langt og þú getur. Einnig er algengt að sjá kylfinga með of lítinn fláa á 3-trénu sínu, sem verður til þess að þeir ná boltanum ekki almennilega á loft og slá því ekki eins langt og þeir ættu að gera. Hér fyrir neðan er listi yfir ráðlagðan fláa á driver miðað við sveifluhraða. Hann er þó breytilegur eftir því hvernig boltaflug kylfingar vilja fá t.d. vegna vinds og mismunandi hraða á brautum.
    Sveifluhraði með Driver Flái Drivers
    50 mph 15 – 17 gráður
    60mph 14-16 gráður
    70mph 13 – 15 gráður
    80mph 12 – 14 gráður
    90 mph 11-13 gráður
    100mph 9.5 – 11.5 gráður
    110 mph 8 – 10 gráður
    Ástæðan fyrir mismunandi fláa handa sama sveifluhraða er út af óliku högghorni hjá kylfingum. Þeir sem slá niður á boltann þurfa meiri fláa og þeir sem slá upp á hann þurfa minni fláa.
  5. Sveifluþungi og heildarþungi
    Ef að allir kylfingar væru jafn sterkir og sveifluðu með sama takt og hraða, þá væri í lagi ef það væri einn staðlaður sveifluþungi og heildarþungi. Ef að sveifluþunginn/jafnvægið og heildarþunginn hentar ekki styrk og takt kylfingsins, að þá er mjög erfitt að ná stöðuleika og slá beint og vel. Þetta á sérstakelga við lakari kylfinga. Of létt kylfa og kylfingurinn getur misst allan takt og of þung kylfa þá fer hann að missa kylfuhraða og gjarnan slá til hægri.
  6. Stífleiki skaftsins og hvernig stífleikanum er dreift um skaftið
    Ef að skaft er of stíft miðað við sveifluhraða og tækni kylfingsins, þá slær hann hugsanlega lægra, jafnvel styttra og með harðari/verri tilfinningu en með mýkra skafti. Sumir kylfingar eru mjög næmir fyrir tilfinningunni úr skaftinu og til að þeir slái sem best verður þeim að líka við tilfinninguna. Of mjúkt skaft og sumir kylfingar fara ósjálfrátt að hægja á sveiflunni og tapa lengd. Það er því mjög mikilvægt að stífleikinn sé réttur. Því hraðar sem þú sveiflar, því seinna sem þú notar úlnliðinn og því sneggri takt sem þú hefur í sveiflunni, því líklegra er að þú finnir og sjáir mun á mismunandi sköftum og því mikilvægara er að hafa réttan stífleika.
  7. Þykkt og tegund grips
    Það geta fáir náð góðum árangri ef hendurnar eru ekki öruggar og slakar um gripið. Ef að þykktin er röng fyrir kylfinginn fer hann gjarnan að halda of fast um kylfuna og stífleikinn fer um allan kroppinn. Þetta endar með að bitna á sveiflunni og tilfinningunni. Það sama á við um áferð gripsins. Sumum líður best að halda um hart og gróft grip, en öðrum um mjúkt grip. Hvað hverjum finnst vera besta gripið er gríðarlega einstaklingsbundið og því nauðsynlegt að fá að prófa mismunandi grip.
    Það er ekki nóg að eiga dýrar og flottar græjur, þær verða líka að passa. Golf er nógu erfið íþrótt svo öruggara er að vera með alla hluti í lagi. Gerðu þér það sem auðveldast og vertu viss um að kylfurnar henti þér.

Eru kylfuframleiðendur að plata þig?

By | Greinar

Ertu í raun að slá lengra með nýjum járnum?

Oft heyri ég í kylfingum sem eru í skýjunum með nýju járnin sín. Ekki vegna þess að þeir spila betur með þeim, heldur vegna þess að þeir slá svo langt með þeim. Þeir slá allt að heilli kylfu lengra heldur en með gamla settinu sínu og halda að það verði galdurinn að betra skori. En spurningin er afhverju slá kylfingar oft lengra með nýjum járnum og þarf það að vera gott?

 „Hverfandi fláa veikin“

Síðustu 20-30 árin hefur fláinn á járnum minnkað. Fyrir ekki all mörgum árum var 2-járn 20 gráður, 5-járn 32 gráður og 9-járn 48 gráður. Í dag er yfirleitt ekkert 2-járn, 3-járnið er 20 gráður, 5-járnið 26 gráður og 9 járnið 42 gráður eða jafnvel minna. Sumir framleiðendur hafa gengið svo langt að hafa PW 43 gráður sem kallaðist 8 járn fyrir 30 árum eða svo.

Afhverju hefur þetta þróast svona?

Það er einungis ein ástæða fyrir þessari þróun og hún er að það er auðveldara að selja golfkylfur sem slá „lengra“. Þegar kylfingur prófar nýtt járnasett (eða „demo“ kylfu sem er gjarnan 6-járn) og hann slær lengra með því en gamla, þá eru miklar líkur á að hann vilji kaupa nýja settið. Eftir að eitt fyrirtæki byrjaði að minnka fláann til að plata kylfingin í að halda að hann sé að slá lengra, þá hafa öll önnur þurft að fylgja eftir til að tapa ekki sölu af því „5 járnið frá þeim slær styttra en frá öðru merki“. En auðvitað er kylfingurinn ekkert að slá lengra, hann er einfaldlega að slá með annari kylfu. Hann gæti gert það sama með því að líma „8“ undir gamla 7-járnið sitt.

Hvað er slæmt við þessa þróun?

Ókosturinn við þetta er að það er minna bil í flága á milli lágu járnanna og háu, vegna þess að það er ekki hægt að minnka fláann jafn mikið á löngu járnunum eins og þeim stuttu, því enginn myndi þá ná löngu járnunum á loft. Semsagt bilið á milli 3 járns og PW er orðið miklu minna. Framleiðendur vilja augljóslega ekki selja færri kylfur og eina leiðin til að halda jafn mörgum kylfum í settinu er þá að hafa minna bil á milli kylfanna, en mun meira á milli stuttu járnanna. Áður fyrr var stöðugt 4 gráðu bil milli allra járna. Nú í dag eru gjarnan 3 eða jafnvel 2 gráður á milli löngu járnanna og svo 5 til 6 á milli stuttu járnanna. T.d. var bilið orðið svo mikið á milli PW og SW út af þessari sölumennsku að það var fundin upp ný kylfa sem kallast milliwedge eða gapwedge. Framleiðendur gátu ekki styrkt fláann á sandwedginum því þá myndi enginn ná boltanum úr glompunum, sem varð til þess að bilið á milli PW og SW var orðið um 10 gráður. Í dag eru sumir framleiðendur orðnir það grófir að PW er orðinn 43 gráður, sem þýðir að GW og SW þurfa þá að spanna 13 gráður. Augljóslega verður þetta til þess að það verða óþægilega óstöðug bil milli kylfa.

Í dag hefur 2 járn eiginlega algjörlega horfið. Það þyrfti það að vera um 16-17 gráður þegar 3 járnið er orðið 20, og það eru mjög fáir kylfingar nógu góðir til að geta slegið járn með svo littlum fláa. Það eru jafnvel mjög fáir sem geta slegið vel með 20 gráðu 3-járni og þess vegna eru margir framleiðendur í dag farnir að byrja settið á 4 járni en enda á milliwedge. Prófaðu næst að kíkja ofan í nokkra golfpoka úti á velli og taktu eftir að löngu járnin eru oft eins og ný því þau eru svo lítið notuð. Löngu járnin eru svo orðinn enn sjaldgæfari eftir að framleiðendur fóru að gera „hálfvita“, sem eru mun léttari að slá með fyrir flesta kylfinga.

Síðast en ekki síst að þá er stór galli við þetta kostnaður. Flestir kylfingar eru ómeðvitaðir um þessar breytingar og láta því oft plata sig í að kaupa nýjustu kylfurnar því þeir slá lengra með þeim, sem þeir eru í raun ekkert að gera. Það er nauðsynlegt að vita fláann á járnunum en ekki bara númer hvað hún er til að bera saman lengdir. Best væri auðvitað ef kylfingar gætu skilið egóið eftir heima hjá sér og ekki láta lengdina eina saman stjórna því hvaða járn þeir kaupa.

Er driverinn þinn of langur?

By | Greinar

Afhverju hafa driverar lengst?

Frá því um 1980 hafa driverar smám saman lengst og þeir búnir að lengjast um 3“ í heildina. Í dag eru flestir driverar sem seldur eru út í búð handa körlum um 45,5“ til 46,5“, en áður fyrr voru þeir um 43,5“. Hvernig stendur eiginlega á þessu? Ekki hefur fólk stækkað svona mikið síðustu 30 árin og ekki hefur fólk heldur orðið mikið betra í golfi. Ástæðurnar eru sennilega nokkrar. Á síðustu 30 árunum hafa golfyrirtæki þrefaldast, þannig að samkeppnin er gríðarleg, og lengd er það sem selur mest. Þessi fyrirtæki halda að kylfingar slái lengra með lengri sköftum og gjarnan halda kylfingar það líka. Það er líka mjög algengt í dag að kylfingar séu „fittaðir“ innandyra í „launch monitor“. Þar pæla kylfingarnir gjarnan of lítið í hversu skakkt þeir slá í netið og þegar þeir slá lélegt högg þá er ekkert að marka það. Það sem er rýnt í er eina góða höggið af tuttugu og að það gæti hugsanlega verið nokkrum metrum lengra en með styttri driver. Á golfvellinum er svo ennþá erfiðara að endurtaka þetta töfrahögg sem slegið var innandyra. Þar er kylfingurinn ekki búinn að vera að slá bolta eftir bolta með driverinum í nákvæmlega eins aðstæðum, heldur tekur hann í driverinn á korters fresti við mismunandi aðstæður. Þetta eina draumahögg verður þá svo sjaldgæft að það sést aldrei á golfvellinum. Hversu oft hefur maður séð kylfing nota brautartré eða blending á teig af því að hann getur einfaldlega ekki slegið vel með drivernum?

Því lengri sem kylfan er, því erfiðara er að stjórna henni og því erfiðara er að slá beint og því erfiðara er að slá stöðugt á miðjuna á höggfletinum.

Hér má læra af bestu kylfingum heimsins. Tiger Woods var lengi með 43,5“ driver þegar hann var upp á sitt besta. Bubba Watson er með 44,5“ og Sergio Garcia 43,75“. Meðallengd á driverum á PGA tour er 44,5“ og hefur verið það frá því 2005. Þar ertu með bestu golfara jarðar, með frábærar sveiflur, en samt nota þeir drivera um 2“ styttri en driver sem seldur er út í búð handa miðlungs kylfing. Afhverju eru bestu kylfingar heims ekki með lengri drivera? Golf er þeirra lifibrauð og þeir eru búnir að prófa mismunandi löng sköft. Það er augljós yfirhönd í golfi að slá langt. Það þarf ekki að rýna lengi í tölfræðina eða peningalistann til að sjá það. Þessir kylfingar vilja slá eins langt og þeir geta, en þeir einfaldlega ráða ekki við lengri kylfu! T.d. sagði Bubba Watson í viðtali fyrir stuttu að lykillinn að lengd væri styttra skaft í driver.

Svo gott sem allir kylfingar slá sjaldnar á sæta blettin með lengri kylfu. Þeir einu sem ráða sæmilega við lengri kylfu og sjá smávægilega aukinn kylfuhraða eru þeir sem hafa gott vald á kylfunni, nota úlnliðina seint í niðursveiflunni(mikið „lag“), eru með mjúkt tempo og fara ekki „over the top“(út-inn feril). Ef að þetta á ALLT við þig, þá gætir þú prófað að vera með driver í lengri kantinum til að ná í nokkra auka metra. Ef að einungis eitt af þessu á ekki við þig, sem eru flestir kylfingar, þ.e. þú sveiflar hratt, notar úlnliðinn snemma, ferð „over the top“, slæsar, eða ert óstöðug(ur) með driver, þá ætti rétta lengdin fyrir þig á driver að vera frá 43,5“-44,5“ fyrir karla og um 42“-43“ fyrir konur. Ef þú ert ekki enn sannfærð(ur) um að spila með styttri driver, þá ættu niðurstöður nokkura rannsókna vonandi að hjálpa. Í einni sem gerð var á stórum hópi af kylfingum með mismunandi getu þá juku einungis 10% af þeim kylfuhraðann þegar þeir fóru úr 42“ driver í 48“. Fæstir af þeim bættu við boltahraða því þeir hittu ekki jafn oft á miðjuna á höggfletinum. Ef að þú slærð 1.5cm frá “sæta blettinum”, þá missirðu um 5% af lengdinni. Ef þér skeikar um 2.5cm, þá missirðu um 10%. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá aðra rannsókn gerða af Tom Wishon á 50 kylfingum af mismunandi getu.

Að lokum bendi ég á að ekki rjúka beint út í bílskúr að stytta driverinn þinn. Það þarf að þyngja hausinn rétt til að viðhalda sömu tilfinningu(swingvigt eða MOI) þegar hann er styttur. Láttu lærðan kylfusmið um verkið.

12 Myths That Could Wreck Your Golf Game eftir Tom Wishon á .pdf formi

By | Greinar

Smelltu HÉR til að lesa 12 Myths That Could Wreck Your Golf Game eftir Tom Wishon á .pdf formi.

12 Myths That Could Wreck Your Golf Game er smá útdráttur úr öðrum verðlauna- og metsölubókum eftir Tom Wishon. Þessi bæklingur er ætlaður fyrir þá sem nenna ekki að lesa hinar bækurnar allar og inniheldur auðskiljanlegar upplýsingar um það sem er mikilvægt að vita um golfkylfur.

12 Mýturnar eru:

  1. Þú munt slá lengra með allra nýjustu kylfunum.
  2. Því lengri sem driverinn er, því lengra slærðu með honum.
  3. Því minni sem fláinn er á drivernum, því lengra slærðu.
  4. Því stærri sem hausinn er, því betra.
  5. Ég veit að ég nota stiff skaft vegna þess að það stendur á því.
  6. Sæti bletturinn er stærri á allra nýjustu kylfunum.
  7. Kvennakylfur eru hannaðar handa konum.
  8. Það er dugar að stytta fullorðinskylfur handa krökkum.
  9. Kylfan sem ég nota er alveg eins og kylfan sem Tiger Woods notar.
  10. Ef framleiðandinn á kylfunni er ekki frægt merki, þá er kylfan drasl.
  11. Ég fékk sérsmíðun í golfbúðinni.
  12. Sersmíðun er bara handa mjög góðum kylfingum.

Þrjú atriði til að dræva sem lengst

By | Greinar

Flestum kylfingum þykir magnað hvað hvað þeir bestu geta slegið langt og allir vilja geta það líka. En hvernig getur venjulegt fólk sem er með 50-90mph í sveifluhraða lengd sig? Það eru þrjú atriði sem verða að vera í lagi til þess að þú getir slegið þína hámarks lengd.

  1. Lengd driversins.
    Margir halda að því lengri sem driverinn sé, því lengra munu þeir slá – en það er algjörlega rangt. Þeir einu sem HUGSANLEGA fá meiri lengd með löngum driver eru þeir sem eru með mjúkt tempo, nota úlnliðina seint í niðursveiflunni(seint release/mikið lag) og hafa frekar flata sveiflu. Einungis þessir eru líklegir til að græða örfáa metra, og það er ekki meira en örfáir metrar. Og það er bara í þeim tilfellum sem þeir hitta boltann á miðjuna, sem gerist sjaldnar með löngum driver og einnig verða þeir nær alltaf skakkari.
    Þetta er vegna þess að því lengri sem driverinn er, því erfiðara er að hitta stöðugt á miðjuna á höggfletinum. Ef að þú slærð 1.5cm frá “sæta blettinum”, þá missirðu um 5% af lengdinni. Ef þér skeikar um 2.5cm, þá missirðu um 10%.
    Næstum allir driverar sem eru seldir út í búð eru frá 45.5”-46.5”. Driverar handa konum eru yfirleitt 1” styttri. Meðallengd á driver á PGA Tournum er 44.5” og hefur verið það frá 2004. Ef að atvinnukylfingar gætu slegið stöðugt og beint með lengri driver en það, þá myndu þeir gera það. Sá sem slær lengra hefur augljósa yfirhönd í golfi, en bestu kylfingar heims ráða ekki við lengri drivera en þetta.
    Það er því gríðarlega mikilvægt að láta sérsníða lengdina handa hverjum og einum kylfing.
  2. Flái driversins.
    Ef að þú ert með sveifluhraða um 90-100mph og flái driversins er undir 11gráðum, þá eru miklar líkur á að þú sért að tapa lengd. Ef að þú ert meðalkylfingur, þá er sveifluhraði þinn um 80-85mph, þá ertu mjög líklega að tapa lengd ef driverinn þinn er minna en 13-14gráður. Góð myndlíking til að skilja þetta er að drive er eins og að sprauta vatni úr slöngu. Því minni kraftur sem er á bununni, því hærra þarftu að beina henni til að dríva langt. Því meiri kraftur sem er á henni, því lægra beinirðu bununni fyrir hámarks lengd.
  3. Heildarþungi og Swingvigt/MOI driversins.
    Semsagt hversu þungur driverinn þinn er(heildarþungi) og af þeim þunga hversu mikið er í hausnum(swingvigt). Þessi atriði verða að passa við líkamlegan styrk kylfingsins, tempó sveiflunnar og hæfileika. Ef kylfan er t.d. of létt fyrir styrkleika og tempó kylfingsins þá eykst hversu oft hann slær ekki á miðjuna. Það þarf augljósalega misþungar kylfur fyrir ólíka kylfinga og það þarf að finna út hvaða þyngd hentar hverjum kylfing best. Ef eitthvað af þessu er ekki pottþétt hjá þér, þá ertu einfaldlega ekki að slá eins langt og þú getur og ekki að spila af hámarks getu.

Sérsmíðaðar golfkylfur vs. Stóru merkin

By | Greinar

Hefur þú farið í góða skíðabúð og séð allar hinar fjölmörgu mismunandi tegundir af skíðum, skóm, bindingum og stöfum? Það eru til margar lengdir af skíðum og stöfum og gríðarlegt úrval af bindingum og skóm. Af hverju? Vegna þess að ef skíðin passa ekki þá er mun erfiðara að ná góðum tökum á íþróttinni og slysahættan verður jafnvel mikil. Það er ekki ein stærð fyrir alla á skíðum.

Dæmið snýst hinsvegar snarlega við ef þú ferð í golfbúð. Þrátt fyrir að þær séu með helling af mismunandi merkjum, þá eru næstum allir driverar fyrir karla 45-46”, allir með svipað face angle (yfirleitt nokkrar gráður lokaður til að minnka algengt slice), öll járnin með grafít sköftum eru jafn löng með sömu legu og öll járnin með stál sköftum eru jafn löng með sömu legu. Styttu svo kylfurnar um eina tommu þá á það sama við um allar kvennakylfurnar. Gripin eru öll jafn þykk fyrir karla og öll jafn þykk fyrir konur. Jafnvægið (eða swingvigtin) er líka eins í öllum kylfunum.

Þú getur yfirleitt valið um mismunandi gráður í driverum, oft frá 8.5 upp í 11 gráður(en gjarnan mikill munur frá raunverulegum gráðum og því sem stendur á kylfunni). Því miður eru mjög margir sem þurfa meiri en 11 gráðu driver til slá eins langt og beint eins og mögulegt er. Þú getur líka yfirleitt valið um mismunandi stífleika á sköftum, oftast frá L yfir í X, en aðeins um eina tegund af sköftum og eina tegund af beygju prófíl á sköftum, allt í sömu þyngd. Golfkylfur eru seldir mun meira sem “ein stærð handa öllum” heldur en græjur í öðrum íþróttum.

Þegar kylfingar slá slæmt högg, þá kenna þér yfirleitt sjálfum sér um, en vegna þess að stóru fyrirtækin í golf bransanum hanna kylfurnar sínar hvað varðar stærð, styrk og íþróttarlegri getu handa þeim sem þau hafa reiknað út að sé “meðal kylfingur”, þá er kylfunum oft um að kenna hversu slæmt höggið var. Kylfingarnir hugsa með sér að golf er erfitt og bestu golfarar heims á PGA tournum nota svona kylfur þannig að slæmu höggin geta ekki verið kylfunum að kenna. En þetta er einfaldlega rangt. Vandamálið er að ALLIR kylfingar þurfa að láta sérsmíða handa sér kylfur. Sveiflan þín getur aðlagast röngum kylfunum á þann hátt að hún getur orðið tæknilega léleg.

Það þarf að sérhæfa kylfurnar miklu meira heldur en bara mismunandi fláa á drivernum og mis-stíf sköft þannig að kylfurnar geti hentað öllum.

Hvað er mikilvægast í golfkylfum?

Eru þínar golfkylfur hannaðar til þess að gera þig betri í golfi, eða einungis til að græða pening? Fara peningarnir sem þú borgaðir fyrir kylfurnar í að fjármagna atvinnumenn og dýrar auglýsingar í blöðum og sjónvarpi?

Fyrir mörg stóru fyrirtækin eru auglýsingarskrifstofur sem hanna kylfurnar. Þessar auglýsingarskrifstofur vita ekkert um hvernig golfkylfur virka, en þær vita vel hvaða útlit mun selja og hvernig á svo að markaðsetja það. Hvort það sé að ljúga að fólki að það slái betur með ferköntuðum kylfum, hvítum eða straumlínulöguðum.
Stóru golf fyrirtækin vilja að kylfingar trúi því að hver einasta tækninýjung eigi eftir að gjörbreyta golfinu þínu. En ef það væri satt, hvernig stendur þá á því að meðalforgjöf kylfinga hefur ekkert breyst? Hefurðu pælt í afhverju það gæti verið?

Ástæðan er sú að flestir kylfingar hafa ekki prófað þá raunverulegu „tækni“ sem getur hjálpað þeim. Tækni sem stóru fyrirtækin segja þeim ekki frá því þau eru óhæf um að nota hana: að sérsmíða hverja einustu kylfu handa hverjum kylfing, því að þeir eru allir ólíkir eins og fingraför. Að kylfurnar henti kylfingnum er miklu miklu mikilvægara en hvort að hausinn hafi nýjustu tækni eða ekki.
Eru kylfurnar í réttri lengd fyrir þig? Er gripið rétta þykktin fyrir þína handastærð og er það sú tegund af gripi sem þér þykir þægilegast að halda um? Er legan á öllum kylfunum sérstillt handa þér? Er þyngdin á kylfunum rétt handa þér? Varstu mældur utandyra í launch monitor fyrir réttan fláa á driver? Þetta eru hlutirnir sem skipta raunverulegu máli í golfkylfu.

Eru gæðin meiri í sjálfum hausunum og sköftunum frá stóru merkjunum?

Hausarnir og sköftin í sérsmíðaðri golfkylfu eru í versta falli jafn góð og frá stóru merki en yfirleitt miklu meiri. Stóru fyrirtækin eyða gríðarlegum fjármunum í auglýsingar og að fjármagna tour spilara osfrv. Fyririrtækin sem selja hausa í sérsmíðun eyða frekar fjármunun í að gera góða hausa og rannsaka hvað virkar og hvað ekki í hönnun á golfkylfum. Sem dæmi má sjá rúmlega +-2° skekkju í öllum kylfum frá stóru merki. Skekkjan í þykkt á höggfletinum er þá líka meiri, og því meiri líkur á að hitta á trékylfur með minni boltahraða(minni „trampólín“ áhrifum).

9° driverinn sem þú prófaðir á demo deginum frá stóra fyrirtækinu gæti verið 7° eða 10° þegar þú pantar hann. Ef þú prófaðir hann svo í skrúfu kerfi á milli skafts og hauss frá þeim, þá verður hann líklega léttari með stífari skafti þegar þú pantar hann.

Í sérsmíðun er 0° skekkja í járnum(því kylfusmiðurinn fer yfir þær) og 0° í trékylfum því þær eru handmældar og valið nákvæmlega þær gráður sem beðnar eru um. Þetta á líka við um þyngdir og legur. Þær geta verið út um allt í fjöldaframleiddu setti, en í sérsmíðuðu setti er þetta allt nákvæmlega eins og það á að vera.

Stóru fyrirtækin nota svo yfirleitt mjög ódýr sköft með miklum skekkjum í framleiðslu. Þó að þau séu jafnvel merkt virtum skaftaframleiðendum þá eru þau yfirleitt „made for“ og gerð í annari verksmiðju sem framleiðir miklu ódýrara, með mikið meiri skekkju í stífleika, þyngd og hversu kringlótt sköftin eru.

Hausarnir sem eru hannaðir af t.d. Ralph Maltby hjá Golfworks eru gjarnan gerðir í sömu verksmiðjum og hjá stóru fyrirtækjunum, en hann fer fram á framleiðslu með minni skekkju sem er því dýrari fyrir hann, en samt selt ódýrari fyrir kúnnann. Hann hefur líka rannsakað í yfir 30 ár hvað virkar í golfkylfum, og hannar eftir því.

Tom Wishon gerir sína hausa í allra bestu verksmiðjum heims og notar allra bestu málma og vinnslu. Í þá er ekkert sparað. Engir hausar í heminum eru í hærri gæðaflokki. Þessir menn hafa miklu meiri reynslu og kunnáttu heldur en hönnuðir hjá stóru merkjunum. Enda má gjarnan sjá stóru merkin herma eftir því sem þeir gera.

Þrátt fyrir mikil gæði í framleiðslunni á þessum kylfum og að þær séu sérsmíðaðar, eru þær seldar á minna verði heldur en stóru merkin!

Ef sérsmíðað er betra, afhverju nota þá bestu spilarar í heimi kylfur frá stóru merkjunum?

Það eru mikil mistök að halda að bestu spilarar heims noti sömu kylfur og þú kaupir út í búð. Það er búið að sía út eða eiga við hausana fyrir þá sem hafa nákvæmlega þá þyngd sem þeir vilja. Það er búið að beygja fláann og leguna nákvæmlega eins og hentar þeim best. Það er búið að mæla þá og þeir prófa mörg sköft og finna út hvað virkar best. Lengdin á kylfunum er nákvæmlega eins og þeir vilja. Það er búið að mæla driver hausana þannig þeir eru eins nálægt hámarks boltahraða eins og löglegt er. Þeir nota þá tegund af gripi og þá þykkt sem þeim líkar best við. Það er búið að sérsmíða þær þannig þeir geti spilað eftir bestu getu. Tour spilararnir fá svo mikla peninga til að spila með þessum vörum. Wishon Golf og Golfworks borga engum fyrir að spila með sínum kylfum. En þess má geta að Ralph Maltby og Tom Wishon hafa hannað kylfur handa mörgum á tournum. Kylfur sem þeir hafa hannað hafa unnið mót á öllum tourum, stórmót og verið í Ryder Cup.

Af hverju er 919THI besti driver hausinn?

By | Greinar
  1. Misþykkur “cup face” höggflötur
    Fyrir hámarks boltahraða þá þarf höggflöturinn á driver að bogna inn í höggnaugnablikinu við golfkúlu. Þannig kremst kúlan minna saman og missir minni orku. Margir kalla þetta “trampólín áhrif”. Flestir framleiðendur hafa náð hámarks löglega .83 COR hámarkinu í miðjunni á höggfletinum. Upp hafa komið komið mál þar sem skekkjan var of mikil í framleiðslu hjá stórum fyrirtækjum og voru þeirra driverar dæmdir ólöglegir. Nú í dag eru stóru merkin viss um að framleiða vel undir því hámarki til að lenda ekki í því aftur. Kylfurnar frá Wishon eru gerðar í bestu verksmiðju heims og í sér mótum(“precision molding” – smelltu HÉR til að sjá mynd hversu nákvæm mótin er). Áður fyrr og enn hjá sumum framleiðendum voru þó nokkur bil sem þurfti að lóða saman. Vegna þess hve nákvæm nýju mótin eru þarf ótrúlega litlar lóðningar, sem eru nú allar gerðar af vél. Framleiðslan getur ekki orðið nákvæmari. Þetta tryggir t.d. að skekkjan í fláa er aldrei meiri en +-.5 gráða(Golfkylfur.is lætur svo mæla og velja hausa upp á brot úr gráðu) hjá Tom Wishon. Stærsti kosturinn er þó ekki sá að 919THI driverinn er alltaf mjög nálægt COR hámarkinu í miðjunni, heldur hversu lítinn boltahraða og stefnu þú missir þó þú hittir ekki í miðjuna. Þetta gerir Tom Wishon með því að hafa lagt gríðarlega vinnu í að þróa misþykkan höggflötinn. Höggflöturinn er þykkari í miðjunni heldur en í jaðrinum sem veldur því að hann bognar meira allur inn í stað fyrir bara miðjuna. Þetta er svipað og ef trampólín væri gert með sterkum hringlóttum fleti í miðjunni. Wishon tekst þannig að gera mun stærra svæði á höggfletinum sem gefur hámarks boltahraða, lengd og nákvæmni. Mikil vinna og tilraunir fóru í að finna út nákvæmlega hvernig þykktin á að dreifast fyrir mesta boltahraða á öllum höggfletinum. Höggflöturinn er einnig “cup-face”, sem þýðir að lóðningin sem festir höggflötinn við búkinn af drivernum er út fyrir allan höggflötinn. Stykkið með höggfletinum er semsagt bollalaga. Margir framleiðendur lóða miðjuna á höggfletinum við jaðarinn, sem veldur minna svæði með hámarks COR/CT. Loks er þykktin á höggfletinum athuguð oftar í framleiðsluferlinu en hjá nokkrum öðrum framleiðenda, eða sex sinnum til að tryggja að hún sé hárrétt. Niðurstaðan er að Wishon 919THI kemur út með hámarks nýtnistuðul (“smash factor”, sem má auðveldlega sjá í mælingum í góðum höggnema (“launch monitor”).
  2. GRT Roll
    Frá því að driverar voru upphaflega búnir til úr tré hafa þeir verið með bulge or roll. Bulge er hvernig höggfloturinn er kúptur lárétt og roll hvernig hann er kúptur lóðrétt. Ef þú slærð bolta á tánna á trékylfu þá muntu fá hook spuna, en ef þú slærð hann á hælinn að þá muntu fá slæs spuna. Þess vegna eru öll tré kúpt lárétt, til að húkk högg byrji lengra til hægri og skili sér nær miðju og öfugt. Tré hafa hinsvegar líka verið kúpt lóðrétt án þess að það sé nokkur vísindaleg ástæða fyrir því, þannig gerðu fyrstu kylfusmiðirnir hausana úr tré og þannig hefur verið gert síðan. Framleiðendur hafa haldið sig við sama radíus á rolli(jafn kúptir), sem hefur orðið til þess að stóru driverarnir í dag eru með mjög miklum mun á fláa eftir hversu ofarlega/neðarlega á höggflötinn þú hittir. Á flestum 460cc driverum í dag munar um 6* hvort þú hittir efst eða neðst á höggflötin n! Þess vegna er mjög erfitt að fá stöðugt boltaflug. Tom Wishon hefur þróað höggflöt sem með roll sem hann kallar GRT(graduated roll technology). GRT hefur miklu minni mun í fláa yfir allan höggflötin samanborið við aðra framleiðendur, og höggin verða þannig miklu stöðugri. Wishon hefur ennþá smá roll vegna þess að högg sem slegin er ofarlega á kylfuflötin hafa ögn minni bakspuna en ef þau eru slegin á miðjuna og högg sem eru slegin neðarlega hafa ögn meiri bakspuna. Að framleiða stöðugt roll er gríðarlega erfitt þar sem málmurinn á það til að breyta um lögun frá því hann er mótaður þangað til hann kólnar. Wishon gerir því bara kylfurnar sínar í allra bestu verksmiðju heims og hafa þeir búið til sérstakar framleiðslu aðferðir saman til að lágmarka mögulegar skekkjur.
  3. Hátt MOI
    MOI eða hverfitregða er mæling á hversu mikið viðnám hlutur hefur gegn snúning. Því hærra sem MOI er í kylfuhaus, því minna snýst hann ef þú hittir hann á tána eða hælinn, og verða því höggin lengri og beinni. Í venjulegri þyngd er 919THI hausinn yfir 5.000g-cm2 MOI, sem er með því hæsta sem til er og sambærilega hátt og t.d. hausar sem eru gerðir ferkantaðir til að hækka MOI.
  4. Sérsmíðaður handa ÞÉR
    Þar sem engir tveir kylfingar eru eins, er lang mikilvægast af öllu er að driverinn verður með skafti, þyngd, fláa, face angle, grip þykkt, grip áferð, lengd sem hentar þér. Hjá okkur er gulltryggt að þetta sé allt saman rétt og þú fáir driver sem veitir þér hámarks lengd og öryggi. Þessi atriði skila miklu meira en gæðamunurinn á Wishon hausum samanborðið við aðra.